Félagsmálanefnd
Ár 1998, mánudagur 6. júlí, kom félagsmálanefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins kl. 16,00, mættir voru undirritaðir ásamt Guðbjörgu Ingimundardóttur og Guðleifar Leifsdóttur.
Dagskrá:
- Fundaritun.
- Jafnréttismál.
- Öldrunarmál.
- Trúnaðarmál.
- Önnur mál: Áfengisvarnarmál.
- Félagsmálastjóra falið að ganga til viðræðna við Þroskahjálp og Svæðisskrifstofu um sumarúrræði fyrir fatlaða í Skagafirði.
(Afgreiðslur:)
1. Samþykkt var að fundaritun yrði í höndum nefndarinnar.
2. Guðbjörg félagsmálastjóri kynnti jafnréttismál og fyrirhugaða ráðstefnu þann 27.-28. ágúst n.k. á vegum jafnréttisráðs og námskeið fyrir jafnréttisnefndir sveitarfélaga. Jafnréttisáætlun Sauðárkróksbæjar lögð fram fyrir 1997-2000 til kynningar og mun jafnréttisnefnd Skagafjarðar taka hana til umfjöllunar.
Málið tekið upp að nýju á næsta fundi félagsmálanefndar.
3. Staða öldrunarþjónustu var lögð fram og kynnt fyrir nefndinni.
4. Trúnaðarmál – sjá trúnaðarbók.
5.
a) Lagt fram bréf frá sýslumanni varðandi vínveitingaleyfi til handa Hótel Mælifelli og Hótel Varmahlíð.
Áfengisvarnarnefnd sér ekki ástæðu til að mæla gegn vínveitingaleyfinu.
b) Athugasemd kom fram um óánægju um breyttan fundartíma með skömmum fyrirvara. Samþykkt í nefndinni að halda sig við fastan fundartíma.
c) Fyrirspurn kom fram frá Grétu Sjöfn um hvort nefndinni muni berast erindisbréf frá sveitarstjórn. Formaður ætlar að kanna þau mál.
Fleira ekki tekið fyrir.
Ritari: Guðleif Leifsdóttir
Elínborg Hilmarsdóttir Ásdís Guðmundsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsd. Sólveig Jónasdóttir
Guðrún Á. Sölvad.