Félagsmálanefnd
Ár 1999 þriðjudaginn 5. janúar kl. 14:00 kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.
Mætt voru : Elínborg Hilmarsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Elsa Jónsdóttir, Árdís Antonsdóttir og Guðbjörg Ingimundardóttir.
Lovísa Símonardóttir ritari.
DAGSKRÁ:
1. Húsnæðismál.
2. Trúnaðarmál.
3. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Húsnæðismál.
a) Útleiga:
Víðimýri 4, 4 herb. fasteignanr. 213-2471 Sjá innritunarbók.
Víðimýri 4, 3 herb. fasteignanr. 213-2470 Sjá innritunarbók.
Víðimýri 6, 4 herb. fasteignanr. 213-2481 Sjá innritunarbók.
Grenihlíð 12, 4 herb. fasteignanr. 213-1625 Þarf endurbætur.
Víðgrund 24. Málinu frestað.
Íbúðir að Víðgrund 22 og 28 verði auglýstar til sölu.
b) Rætt um umgengni í stigagöngum fjölbýlishúsanna Víðimýri 6 og 8 og aðgerðir til úrbóta.
c) Rætt var um vanskil á húsaleigu til sveitarfélagsins og aðgerðir til að koma í veg fyrir að skuldir safnist upp.
d) Rædd málefni Raftahlíðar 48. Elsu falið að vinna áfram í málinu.
Elsa vék nú af fundi.
2. Trúnaðarmál - Sjá trúnaðarbók.
3. Önnur mál.
a) Árdís kynnti fund sem halda á á Kaffi Krók laugardaginn 9. janúar á Vegum Jafnréttisráðs, Una María Óskarsdóttir mun hafa framsögu undir heitinu, “Fjölgum konum á alþingi.”
b) Guðbjörg ræddi um Nýjársfagnað eldri borgara. Ákveðið að halda Nýjársfagnað eins og verið hefur nú í nýju sveitarfélagi Skagafirði.
c) Sauðárkróksbær hefur styrkt tómstundarstarf með öldruðum í Safnaðarheimilinu á Sauðárkróki. Þessi starfsemi nýtist þó ekki öllum eldri borgurum meðal annars vegna aðgengis. Ekki er vitað um styrki til annara safnaða í sveitarfélaginu í þessum tilgangi. Óskað er eftir endurskoðun á þessum styrk sveitarfélagsins. Guðbjörgu falið að vinna málið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.
Lovísa Símonard., ritari.
Elinborg Hilmarsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsd.
Trausti Kristjánsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Sólveig Jónasdóttir