Félagsmálanefnd
Ár 1999 þriðjudaginn 9. febrúar kl. 14.00 kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.
Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Trausti Kristjánsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
Auk þeirra: Árdís Antonsdóttir félagsráðgjafi, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, jafnréttisráðgjafi Norðurlands vestra, og Guðbjörg Ingimundardóttir.
DAGSKRÁ:
1. Jafnréttismál.
3. Fjárhagsáætlun.
2. Liðveisla.
4. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Jafnréttismál.
Bjarnheiður afhenti fundarmönnum samantekt vegna fundar um jafnréttismál í Skagafirði.
a. Þar kemur fram að hlutur kvenna hefur aukist um 5% milli kjörtímabila í nefndum og ráðum í Skagafirði.
b. Þá var fundarmönnum gerð grein fyrir íþróttaiðkun kvenna og karla í Vestur-Húnaþingi. Í Vestur-Húnaþingi voru tölur um þátttöku til á tölvutæku formi. Þar kemur fram að konum fækkar með aldrinum í íþróttaiðkun á meðan íþróttaiðkun karla eykst með aldri.
c. Konur í nefndum í Húnaþingi vestra eru ekki eins “valdamiklar” og konur í Skagafirði. Í sveitarstjórn er einungis ein kona svo dæmi sé tekið.
d. Skoðaður var launamunur meðal starfsfólks Húnaþings vestra. Konur hafa lægri laun.
e. Staða kvenna í dreifbýli á Norðurlandi var könnuð leitað var til allra kvenna á svæðinu sem búa í dreifbýli. Skýrslan lögð fram.
Hagir þessara kvenna eru í grundvallaratriðum þessir:
92,8% þeirra eru í sambúð og 94,9 % þeirra eiga börn, þar af á 47,7 % einungis börn eldri en 15 ára en einungis 23,8 % kvennanna á börn undir grunnskólaaldri.
Meðalaldur svarenda er u.þ.b. 47 ár.
Búskapur er stundaður á jörðinni í 91.9% tilvika og þar af sauðfjárbúskapur sem aðalgrein í 49,9% tilvika.
Tæplega helmingur kvennanna hefur einungis lokið grunnnámi, eða 47,6% (hlutfall kvenna á landinu öllu er 45,6%).
Þess ber að geta að 75% kvenna svöruðu. Búseta kvennana er 52% búa í Skagafirði, 27% í Austur-Húnavatnssýslu og 21% í Vestur-Húnavatnssýslu.
Skýrsla um stöðu kvenna mun liggja frammi á sveitaskrifstofunni í Skagafirði og mun ganga á milli manna í félagsmálanefnd.
f. Bjarnheiður lagði fram nýjar tillögur við jafnréttisáætlun.
Liður 1 - Núverandi jafnréttislög eru í mikilli endurskoðun og til stendur að ný lög verði afgreidd fyrir kosningar.
Tilgreina hver eigi að framkvæma úttektina. Getur verið aðhald í því að setja tímamörk.
Liður 2 - (Endurtekning)
Má sérstaklega tilgreina stjórnir stofnana og stjórn sveitarfélagsins.
Liður 4 - Hvaða aðili á að bera ábyrgð á því.
Liður 5 - Námskeið í grunnskólum: Hvað um jafnréttismál almennt? Námskeið fyrir ráðamenn sveitarfélagsins. Mætti orða ákveðnar.
Liður 6 - Hér væri heppilegra að tala um “Jafnréttisnefnd” því jafnréttismál eiga að samþættast öllum málaflokkum, en ekki einungis vera undir félagsmál.
Ásdis Guðmundsdóttir lagði fram athugasemdir og tillögur við jafnréttisáætlun.
2. gr.: Í stað, eða sem viðbót “þó er heimilt” komi “Hvatning til þess kyns sem er í minnihluta í viðkomandi starfsgrein skal koma fram í auglýsingu eða hvatning þess efnis að konur jafnt sem karlmenn sæki um starfið”
3. gr: Í stað ” Menningar - íþrótta og æskulýðsmál komi eingöngu” Íþrótta - og æskulýðsmál.
5. gr: Bætist við” Beina skal eftirfarandi til skólayfirvalda:
¨ að þau sjái til þess að námsefni mismuni ekki kynjunum.
¨ að náms- og starfsfræðsla verði sjálfstæð námsgrein á síðari stigum grunnskóla.
¨ að sjálfsstyrking verði sjálfsagður hluti námsins á öllum skólastigum.
¨ að skólinn leggi áherslu á að búa bæði kynin undir ábyrgð og skyldur fjölskyldu - og atvinnulífs.
Ennfremur skal því beint til starfsfólks á leikskólum, í skólum, í félagsmiðstöðum og íþróttahúsum að hafa jafnréttissjónarmiðin að leiðarljósi.
7. gr.: Áætlun þessa skal félagsmálanefnd yfirfara árlega en heildarendurskoðun skal fara fram á 4 ára fresti er framkvæmdaáætlun lýkur.
8. gr.: Viðbótargrein.
Setja skal framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum til 4 ára.
Ákveðið að Ásdís Guðmundsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir taki að sér að vinna upp úr tillögum og gera eina úr tillögunum. Starfsmenn félagsmálanefndar taka að sér að kanna hvort hægt er að fá útskrift frá launaskrifstofu um laun kvenna og karla í sveitarfélaginu.
2. Liðveisla.
a) Þuríður Ingvarssdóttir þroskaþjálfi lagði fram nýjar reglur um liðveislu. Nefndarmenn gerðu athugasemdir. Einnig lögð fram drög að reglum um ferðaþjónustu.
Samningur um liðveislu samþykktur.
Reglur um akstur, málinu frestað.
b) Samningur milli Fjölbrautarskóla og Félagsþjónustunnar um liðveislu kynntar.
Samþykkt að styrkja þetta tiltekna verkefni um allt að 25.000.- krónur.
3. Fjárhagsáætlun.
Lögð fram drög. Umræðu frestað.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Trausti Kristjánsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Sólveig Jónasdóttir