Fara í efni

Félagsmálanefnd

18. fundur 02. mars 1999 kl. 13:00 Stjórnsýsluhús

Ár 1999, þriðjudaginn 2. mars kl. 13.00, kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Kristín Bjarna­dóttir, Ingibjörg Hafstað og Trausti Kristjánsson.

Auk þeirra Árdís Antonsdóttir og Elsa Jónsdóttir. Lovísa Símonardóttir ritari.
 

Dagskrá:

1. Jón Garðarsson boðaður á fundinn.

2. Húsnæðismál.

3. Trúnaðarmál.

4. Önnur mál.

Afgreiðslur: 

1. Frestað til næsta fundar.

2. Leigðar hafa verið út eftirtaldar íbúðir.

Víðigrund 24,  2132406 - sjá innritunarbók.

Víðigrund 22,  2132399 - sjá innritunarbók.

Víðimýri 6,  2132481 - sjá innritunarbók.

Víðimýri 10, 2132495 - sjá innritunarbók.

Samþykkt að leigja út Raftahlíð 48, - sjá innritunarbók.

3. Trúnaðarmál.- sjá trúnaðarbók.

4. Önnur mál.

a) Lagt fram til kynningar bréf frá Guðrúnu Jóhannsdóttur f.h. þjónustuhóps aldraðra í Skagafirði.

b) Lagt fram samningsform og reglur um liðveislu og auk þess reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í Skagafirði. Samþykkt.

c) Fjárhagsáætlun rædd.

Nefndin leggur til að sú fjárhæð sem varið verði til liðveislu verði ekki lægri en 2 milljónir og að liðveisla verði ekki lakari en verið hefur.

 

Fleira ekki gert

Fundi slitið.

Lovísa Símonardóttir ritari.

Elinborg Hilmarsdóttir                     

Trausti Kristjánsson

Ásdís Guðmundsdóttir

Kristín Bjarnadóttir

Ingibjörg Hafstað