Félagsmálanefnd
Árið 1999 þriðjudaginn 13. apríl kl. 13:00 kom félagsmálanefnd Skagafjarðar saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.
Mætt eru: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Trausti Kristjánsson, Helgi Sigurðsson, Ásdís Guðmundsdóttirog Elinborg Hilmarsdóttir.
Auk þeirra: Árdís Antonsdóttir og Guðbjörg Ingimundardóttir.
DAGSKRÁ:
1. Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð.
2. Sumarúrræði fyrir fatlaða.
3. Trúnaðarmál.
4. Önnur mál.
5. Húsnæðismál.
AFGREIÐSLUR:
1. Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð:
Fjallað um nýjar reglur, nefndin fór yfir þær og samþykkti. Nýju reglurnar verða sendar út til byggðaráðs Skagafjarðar til samþykktar.
2. Sumarúrræði fyrir fatlaða:
Þuríður Ingvarsdóttir þroskaþjálfi kynnti úrræði í sveitarfélaginu sem unnið er að í sumar.
a) Vinnuúrræði:
1. Fatlaðir blandaðir í unglingavinnu.
2. Vinnuverkefni tengt Dagvist/Iðju.
b) Afþreying:
1. Reiðnámskeið fyrir fatlaða í maí, 2-3 í einu. Jón Garðarsson í Neðra- Ási veitir þessa þjónustu án endurgjalds. Þjónustubíll verður nýttur til að koma fólki á staðinn.
2. Skólagarðarnir verða nýttir fyrir þá sem það vilja.
3. Námskeið í golfi.
4. Einstaklings lausnir.
Vék þá þuríður af fundi.
3. Trúnaðarmál - Málinu vísað til Byggðaráðs.
4. Önnur mál.
- Jafnréttisráðstefna verður í Varmahlíð föstudaginn 16. apríl kl. 11:00.
- Fundarboð félagsmálanefndar verða hér eftir sendar út með rafpósti.
- Starfsmaður nefndarinnar Árdís Antonsdóttir félagsráðgjafi mun ganga til liðs við starfandi áfallahjálp í Skagafirði.
- Reglugerð um viðbótalán dreift.
5. Húsnæðismál.
Umsókn um viðbótarlán.( Sjá innritunarbók)
Fleira ekki gert - fundi slitið.
Helgi Sigurðsson
Guðbjörg Ingimundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Trausti Kristjánsson
Ásdís Guðmundsdóttir