Félagsmálanefnd
Árið 1999 föstudaginn 5. nóvember kom Félagsmálanefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ljósheimum kl. 13.15.
Mættar: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Ingibjörg Hafstað og Guðrún A. Sölvadóttir.
Auk þeirra starfsmenn nefndarinnar Guðbjörg Ingimundardóttir og Árdís Antonsdóttir.
Dagskrá:
- Launamál starfsmanna heimaþjónustu og dagvistar.
- Trúnaðarmál.
- Kynning á störfum Félagsþjónustu Skagfirðinga.
- Félagsmálastjóri fer yfir heildarmyndina
- Árdís Antonsdóttir kynnir barnaverndarnefnd og tekur dæmi um vinnslu barnaverndarmáls.
- Kristrún Ragnarsdóttir segir frá þjónustu við börn með sérþarfir og stuðning sem veittur er við fjölskyldur þeirra.
- Þórunn Elva Guðnadóttir segir frá stöðu heimaþjónustu og dagdvalar aldraðra.
Hlé.
- Þuríður Ingvarsdóttir segir frá starfsbraut við FSNV og starfsþjálfun fatlaðra.
- Þuríður Ingvarsdóttir segir frá þjónustu við fatlaða, liðveislu og frekari liðveislu. Hvað getur falist í slíkri þjónustu. Tekur eitt dæmi til útskýringar.
- Jóna Hjaltadóttir segir frá endurbótum og nýjum áherslum í Iðju/Hæfingu.
- Umræður.
Afgreiðslur:
1. Launamál starfsmanna heimaþjónustu og dagdvalar kynnt og rædd. Elísabet Pálmadóttir mætir á fundinn og gerir grein fyrir sinni afstöðu. Þórunn Elva Guðnadóttir mætir á fundinn og gerir grein fyrir sinni afstöðu. Félagsmálanefnd gefur félagsmálastjóra fullt umboð til að vinna að endurskoðan launamála starfsmanna.
2. Trúnaðarmál, engin.
2 a. Umsókn öldrunarfélags Hofsós og nágrennis óskar eftir húsaleigustyrk vegna starfsemi sinnar á komandi starfsári að upphæð kr. 60.000.- Samþykktur styrkur að upphæð kr. 50.000.-
3. Kynning á störfum Félagsþjónustu Skagfirðinga.
Elinborg Hilmarsdóttir
Sólveig Jónasdóttir
Guðrún A. Sölvadóttir
Ingibjörg Hafstað
Ásdís Guðmundsdóttir