Félagsmálanefnd
Árið 2000 þriðjudaginn 4. janúar kom félagsmálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl. 1225.
Mættir: Trausti Kristjánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Helgi Sigurðsson og Elinborg Hilmarsdóttir
Auk þeirra: Guðbjörg Ingimundardóttir og Elsa Jónsdóttir.
DAGSKRÁ:
- Fjárhagsáætlun Húsnæðisnefndar fyrir árið 2000.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Fjárhagsáætlun Húsnæðisnefndar.
Félagsmálanefnd samþykkir að senda fjárhagsáætlun til Byggðaráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn, með fyrirvara um skoðun á lið 57-01-1.
Elsa vék af fundi.
2. Önnur mál.
Félagsmálastjóri lagði til við nefndina að leggja af nýársfagnað eldri borgara, sem hefur verið árviss á Sauðárkróki. Með þeim rökum að leggja frekar í þjónustu við aldraða.
Nefndin samþykkir að leggja af nýársfagnaðinn.
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Elinborg Hilmarsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Trausti Kristjánsson
Helgi Sigurðsson