Fara í efni

Félagsmálanefnd

54. fundur 05. október 2000 kl. 13:15 - 15:20 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2000, fimmtudaginn 5. okt. kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Ingibjörg Hafstað.

Auk þeirra starfsmaður nefndarinnar, Árdís Antonsdóttir.

 

Dagskrá:

  1. Trúnaðarmál.
  2. Málefni fatlaðra.
  3. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Sjá trúnaðarbók.

2. Á fundinn komu Gréta Sj. Guðmundsd., framkv.stj. þjónustuhóps um málefni fatlaðra, og Þuríður Ingvarsdóttir, deildarstjóri málefna fatl. Þær kynntu rekstur sambýla og verndaðra íbúða á Nl.vestra og þjónustu við íbúa þeirra. Fóru yfir lög og reglugerðir sem málaflokknum viðkoma.

2.1.      Á fundinn kom Stefán P. Stefánsson frá Vinnueftirliti ríkisins v/starfsmanna­aðstöðu á Freyjugötu 18, Skr.

3. Önnur mál:

Lagt fram fundarboð um málefni á vegum félagsmálastjóra á Ísl. um yfirfærslu á málefnum fatlaðra. Þingið verður haldið á Selfossi þ. 19. okt. 2000.

3.1. Lagður fram til kynningar ráðningarsamningur félagsmálastjóra. Samið hefur verið við Gunnar Sandholt, félagsráðgjafa í Kópavogi. Félagsmálanefnd mælir með ráðningu Gunnars til starfans.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15,20

Ásdís Guðmundsdóttir

Sólveig Jónasdóttir

Elinborg Hilmarsdóttir

Ingibjörg Hafstað