Félagsmálanefnd
Árið 2001, þriðjudaginn 23. jan. kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.
Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Trausti Kristjánsson. Sólveig Jónasdótir boðaði forföll.
Auk þeirra Elsa Jónsdóttir, Árdís Antonsdóttir og Gunnar M. Sandholt, starfsmenn nefndarinnar.
Dagskrá:
- Húsnæðismál.
- Trúnaðarmál.
- Jafnréttisáætlun
- Umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
- Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Húsnæðismál.
- Leiga að Laugatúni 1, sjá innritunarbók.
Elsa vék af fundi.
2. Trúnaðarmál – engin.
3. Jafnréttisáætlun.
Áætlunin yfirfarin. Ákveðið að hrinda henni í framkvæmd. Nú þegar skal kynna áætlunina fyrir stjórnendum sveitarfélagsins. Aðgerðabinding og kostnaðaráætlun verði lögð fram eftir 4 vikur.
4. Umsögn um frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga ásamt fylgifrumvörpum.
Félagsmálastjóra og formanni falið að ganga frá umsögn í ljósi umræðna á fundinum.
5. Önnur mál.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14.50
Árdís Antonsdóttir, ritari.
Ásdís Guðmundsdóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Trausti Kristjánsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir