Félagsmálanefnd
Árið 2001, þriðjudaginn 6. feb. kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 13,15.
Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Sólveig Jónasdótir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Helgi Sigurðsson. Ásdís Guðmundsdóttir boðaði forföll.
Auk þeirra Elsa Jónsdóttir og Gunnar M. Sandholt starfsmenn nefndarinnar.
Dagskrá:
- Húsnæðismál.
- Trúnaðarmál.
- Lagt fram verkefni Aðalheiðar Reynisdóttur, varðandi félagslega heimaþjónustu á Sauðárkróki, ásamt beiðni dags. 31.1.2001 um frekari rannsóknir.
- Búsetuþjónusta Freyjugötu 18
- Önnur mál
Afgreiðslur:
- Húsnæðismál.
Frestað - Trúnaðarmál
Sjá trúnaðarbók - Lagt fram verkefni Aðalheiðar Reynisdóttur, varðandi félagslega heimaþjónustu á Sauðárkróki, ásamt beiðni dags. 31.1.2001 um frekari rannsóknir.
Félagsmálanefnd lýsir yfir ánægju með framlögð gögn og telur kannanir Aðalheiðar Reynisdóttur mjög gagnlegar fyrir umræðu um félagslega heimaþjónustu.
Félagsmálanefnd fellst á erindi Aðalheiðar varðandi frekari viðtöl við notendur heimaþjónustunnar, með þeim fyrirvara að notendum verði tryggilega gerð grein fyrir því að þeim sé frjálst að hafna þátttöku í viðtalskönnuninni án þess að höfnun hafi áhrif á þjónustuna og að það sé tryggt að fulls trúnaðar sé gætt og að félagsmálanefnd eða félagsþjónustan hafi ekki aðgang að þeim persónulegu upplýsingum sem fram koma í viðtölunum.
4. Umræður um liðveislu og frekari liðveislu.
Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra.
5. Önnur mál
Lögð fram beiðni Menntasmiðju kvenna um styrk vegna dagvistar barna þátttakenda í námskeiði Menntasmiðjunnar.
Félagsmálanefnd féllst á erindið og heimilar styrk til Menntasmiðjunnar allt að 220.000 kr.
Kynnt bókun sveitarstjórnar um 3,5% sparnað á fjárhagsáætlun.
Fundi slitið kl. 15.37
Gunnar M. Sandholt, ritari.
Sólveig Jónasdóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Helgi Sigurðsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir