Fara í efni

Félagsmálanefnd

71. fundur 22. maí 2001 kl. 13:15 - 15:40 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, þriðjudaginn 22. maí kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1315.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og Trausti Kristjánsson. Auk þeirra Elsa Jónsdóttir og  Gunnar M. Sandholt starfsmenn nefndarinnar.

Dagskrá:

  1. Húsnæðismál.
  2. Trúnaðarmál.
  3. Niðurgreiðsla dagvistunar í heimahúsum  - framhaldsumræða frá síðasta fundi.
  4. Lagt fram bréf stjórnar Ljósheima varðandi gjaldskrá vegna félagsstarfs aldraðra.
  5. Drög að þriggja ára áætlun. 
  6. Önnur mál

Afgreiðslur:

1. Húsnæðismál.

  • Leiga á Víðimýri 4, 2. h. til hægri, sjá innritunarbók.
  • Samþykkt eitt viðbótarlán, sjá innritunarbók.
  • Samþykkt innlausn á Austurgötu 22, Hofsósi. Ákveðið að auglýsa húsið til sölu.
  • Lagður fram ársreikningur ársins 2000, fyrir félagsíbúðir Skagafjarðar. Samþykkt að vísa til byggðarráðs og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
  • Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu um breytingar á reglugerð um viðmiðunartekjur og eignir vegna viðbótarlána.

Elsa vék af fundi.

2. Trúnaðarmál - sjá trúnaðarbók.

3. Lagðar fram reglur um niðurgreiðslu dagvistunar í heimahúsum. Reglurnar sam­þykktar og ákveðið að vísa þeim til sveitarstjórnar. Ingibjörg óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.

4. Lagt fram bréf stjórnar Ljósheima varðandi gjaldskrá vegna félagsstarfs aldraðra. Samþykkt að fela félagsmálastjóra að skrifa byggðarráði varðandi málið.

5. Kynnt drög að þriggja ára áætlun.

6. Önnur mál - engin.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1540.

Elinborg Hilmarsdóttir

Trausti Kristjánsson

Ásdís Guðmundsdóttir

Ingibjörg Hafstað