Fara í efni

Félagsmálanefnd

72. fundur 29. maí 2001 kl. 13:15 - 14:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Árið 2001, þriðjudaginn 29. maí kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1315.

Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Trausti Kristjánsson. Auk þeirra Elsa Jónsdóttir og  Gunnar M. Sandholt starfsmenn nefndarinnar.

Dagskrá:

1. Húsnæðismál.

2. Trúnaðarmál.

3. Starfsemi Iðju - hæfingu.  

4. Önnur mál
 

Afgreiðslur:

1.   Húsnæðismál.

  • Borist hefur kauptilboð í eitt af húsum sveitarfélagsins á Lambanesreykjum. Samþykkt að selja ekki húsið eins og stendur. Elsu falið að svara bréfinu.
  • Samþykkt að óska eftir heimild byggðarráðs til að sækja um aukið fjármagn að upphæð 8 milljónum til úthlutunar viðbótarlána.
  • Samþykkt leiga á Jöklatúni 8.
  • Elsa kynnti skuldastöðu nokkurra leigutaka hjá sveitarfélaginu – sjá innritunarbók.

Elsa vék af fundi.

2.   Trúnaðarmál – engin.

3. Þuríður Ingvarsdóttir þroskaþjálfi mætti á fundinn og fór yfir starfsemi Iðju - hæfingar. Að því loknu var farið í skoðunarferð í Iðju.

4.   Önnur mál - engin.

 

Stefnt að því að halda næstu fundi 12. og 26. júní kl. 13.15.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1400.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Trausti Kristjánsson

Kristín Bjarnadóttir

Elinborg Hilmarsdóttir