Félagsmálanefnd
Árið 2001, mánudaginn 29. október - kom félagsmálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
Mætt voru: Elinborg Hilmarsdóttir, Trausti Kristjánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sólveig Jónasdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir.
Auk þeirra starfsmenn nefndar Elsa Jónsdóttir og Gunnar M. Sandholt.
Dagskrá:
- Húsnæðismál.
- Trúnaðarmál.
- Endurskoðun jafnréttisáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
- Lögð fram til kynningar gögn frá landsfundi jafnréttisnefnda á Hvolsvelli 19. – 20. október sl.
- Umræður um þjónustusamning sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og félagsmálaráðuneytisins um málefni fatlaðra.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Húsnæðismál.
- Samþykkt tvö viðbótarlán, sjá innritunarbók.
- Samþykkt leiga á Víðigrund 24, sjá innritunarbók.
Elsa vék af fundi.
2. Trúnaðarmál – Sjá trúnaðarbók.
3. Endurskoðun jafnréttisáætlunar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Farið í gegnum áætlunina og gerðar lagfæringar á framkvæmdaáætlun. Tillögur að breytingum á framkvæmdaáætlun:
“7. Framkvæmdaáætlun 2001 til 2004.
2001 – Frekari kynning áætlunarinnar. Undirbúið námskeið fyrir konur um sveitarstjórnarmál og úttekt á launum starfsmanna sveitarfélagsins.
2002 – Haldið verði námskeið um sveitarstjórnarmál fyrir konur. Kynntar niðurstöður launakönnunar. Haldið verði námskeið um jafnréttismál fyrir ráðamenn og starfsmenn sveitarfélagsins. Jafnréttisviðurkenning veitt.
2003 – Jafnréttisáætlun yfirfarin. Úttekt verði gerð á þátttöku stúlkna og drengja í íþróttum.
2004 – Heildarendurskoðun á jafnréttisáætluninni.”
Tillögurnar voru samþykktar samhljóða.
4. Gögn frá landsfundi jafnréttisnefnda á Hvolsvelli 19. – 20. október sl, lögð fram til kynningar. Ásdís gerði grein fyrir fundinum og helstu niðurstöðum hans.
5. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék sæti úr nefndinni og Ingibjörg Hafstað mætti í hennar stað. Umræður um þjónustusamning sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og félagsmálaráðuneytisins um málefni fatlaðra. Að beiðni félagsmálanefndar svaraði Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, yfirmaður búsetumála fatlaðra á Norðurlandi vestra, spurningum nefndarmanna um stöðu samninga byggðasamlagsins við Félagsmálaráðuneytið. Nefndin leggur áherslu á að fylgjast gaumgæfilega með framvindu samninganna.
6.Önnur mál.
- Umræður um sameiginlegan fund félagsmálanefndar, menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar og skólanefndar um samþættingu þessara sviða.
Félagsmálastjóra falið að vinna að undirbúningi fundarins með menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og skólamálastjóra.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.35
Elinborg Hilmarsdóttir
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Trausti Kristjánsson
Ingibjörg Hafstað
Sólveig Jónasdóttir