Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2004, fimmtudaginn 1. júlí, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsi Skagafjarðar kl. 10:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir. sem ritaði fundargerð.
Þá sátu fundinn: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs, undir dagskrárliðum nr. 1 – 3, Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi og Kristrún Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra undir dagskrárliðum nr. 4 – 5.
DAGSKRÁ:
Menningarmál:
1. Liður 05-9, styrkir til félagsheimila.
2. Menningarsamningar.
3. Önnur mál.
Skólamál - Leikskóli
4. Úrræði í leikskólamálum á Sauðárkróki, breytingar á skólahaldi.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
Menningarmál.
- Rætt um rekstrarstyrki til félagsheimila. Fram kom tillaga um eftirfarandi úthlutun af lið nr. 05-9, til viðbótar þeim rekstarstyrkjum sem áður hefur verið úthlutað af þeim lið: Árgarður kr. 700.000,-. Félagsheimili Rípurhrepps kr. 200.000,-. Höfðaborg kr. 400.000,-. Ketilás kr. 400.000,-. Melsgil kr. 200.000,-. Skagasel kr. 200.000,-. Alls kr. 2.100.000,-. Tillagan samþykkt.
- Gerð var stuttlega grein fyrir stöðu mála varðandi vinnu að menningarsamningum á Norðurlandi vestra. Starfshópur sem kallaður var saman af stjórn SSNV (Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra) hefur nú hist tvisvar. Ætlunin er að hópurinn muni leggja tillögur sínar fyrir þing SSNV nú í komandi ágústmánuði. Rætt um menningarsamninga og útfærslu þeirra.
- Önnur mál engin.
Skólamál – leikskóli.
- Rætt um úrræði í leikskólamálum á Sauðárkróki. Unnið er að samningum um viðbótarhúsnæði fyrir leikskóladeild til bráðabirgða, sbr. samþykkt byggðaráðs. Leikskólastjórnendum falið að annast innritun.
- Önnur mál.
a) Lagt fram til kynningar bréf dags. 23. júní 2004, frá Óskari Björnssyni og Gunnhildi Harðardóttur, varðandi málefni Árvistar. Ákveðið að óska eftir því að bréfritarar komi á næsta fund nefndarinnar og ræði nánari útfærslur.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:30.