Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd

39. fundur 12. nóvember 2004 kl. 15:15 - 17:25 Í Ráðhúsinu

Ár 2004, föstudaginn 12. nóvember, kom fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:15.

Mætt:  Gísli Árnason, Dalla Þórðardóttir, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi og Gunnar Sandholt sviðsstjóri fjölskyldu-og þjónustusviðs undir liðum 1 – 2 og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs undir liðum 3 – 6.

DAGSKRÁ:

Skólamál:

  1. Fjárhagsáætlun 2005.
  2. Önnur mál

Menningarmál:

  1. Minjahús, samningur við Kristján Runólfsson.
  2. Styrkumsókn; emendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
  3. Fjárhagsáætlun 2005.
  4. Önnur mál

AFGREIÐSLUR:

Skólamál:

  1. Lögð fram drög að fjárhagsramma frá byggðaráði, vegna fjárhagsáætlunar 2005 og rekstraryfirlit fræðslumála fyrstu níu mánuði 2004. Ákveðið að nefndin komi saman til vinnufundar um fjárhagsáætlun, þriðjudaginn 16. nóvember n.k.
  2. Önnur mál.
    a)  Lagt fram minnisblað um gerð skólastefnu, unnið af sviðsstjóra fjölskyldu- og þjónustusviðs og fræðslu- og íþróttafulltrúa, sbr. samþykkt frá síðasta fundi nefndarinnar. Rætt um áframhaldandi vinnu að stefnumótun.
    b)  Tekið fyrir erindi frá Farskólanum, undirritað af Bryndísi Þráinsdóttur í október 2004, um stuðning við námsver fjarnema á Sauðárkróki. Ákveðið að óska eftir því að bréfritari komi á vinnufund nefndarinnar n.k. þriðjudag.
    c)  Tekið fyrir erindi frá Farskólanum, undirritað af Bryndísi Þráinsdóttur í október 2004, um rekstrarstyrk til Farskólans vegna ársins 2005. Ákveðið að óska eftir því að bréfritari komi á vinnufund nefndarinnar n.k. þriðjudag.
    d)  Lagðar fram til kynningar verklagsreglur um auglýsingar og kynningar í leik, grunn- og tónlistarskólum í Skagafirði.
    e)  Lögð fram til kynningar niðurstaða könnunar sem gerð var meðal foreldra varðandi sumarlokanir leikskóla í Skagafirði.
    f)   Lögð fram til kynningar verkefnistillaga frá KPMG um úttekt og samanburð valinna þátta í æskulýðs- og íþróttastarfi, fræðslumálum og félagsmálum.

Menningarmál:

  1. Lögð fram til kynningar drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Kristjáns Runólfssonar vegna minjasafns, dags. 11. október 2004.  Einnig lögð fram tillaga að samningi milli ofangreindra aðila frá Kristjáni Runólfs­syni, ódagsett.  Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að hafna framkominni samningstillögu Kristjáns og telur ekki fært að víkja í      meginatriðum frá fyrri samningsdrögum, dags. 11. október 2004.  Sviðsstjóra markaðs- og þróunar­sviðs falið að kynna Kristjáni samþykkt nefndarinnar.  Fræðslu- og menning­arnefnd ítrekar boð um samning á þeim forsendum sem fram koma í nefndum drögum dags. 11. október 2004. Takist ekki samkomulag á fyrrgreindum forsendum fyrir þriðjudaginn 23. nóvember n.k. lítur nefndin svo á að samstarfi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Kristjáns Runólfssonar um minjasafn ljúki  31. desember 2004, skv. gildandi samningi.
  2. Tekið fyrir erindi frá Nemendafélagi Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, ódagsett, þar sem óskað er eftir styrk vegna uppsetningar á söngleik.  Nefndin samþykkir að styrkja Nemendafélagið um kr. 100.000,-, af lið nr. 05-89.
  3. Lögð fram drög að fjárhagsramma frá byggðaráði, vegna fjárhagsáætlunar 2005.
  4. Önnur mál.
    a) Tekið fyrir bréf undirritað af Bjarna Egilssyni, dags. 29. október 2004, varðandi heimild til að kanna frekari nýtingarmöguleika félagsheimilisins Skagasels.  Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að tryggja að haft verði samband við aðra eigendur hússins vegna málsins.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17:25.