Fræðslu- og menningarnefnd
Ár 2005, miðvikudaginn 15. júní kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mættir: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig: Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi undir lið nr. 1 og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs undir liðum nr. 2 – 8.
Dagskrá.
1. Skólamál.
Menningarmál:
2. Hátíðarhald, 17. júní, Hafnardagur.
3. Fjárhagsáætlun, hátíðahald.
4. Bíótækni.
5. Menningarsamningar.
6. Félagsheimili.
7. Tímatákn ehf.
8. Önnur mál.
Afgreiðslur:
Skólamál:
- Fræðslu- og íþróttafulltrúi lagði fram til kynningar yfirlit um hlutfall réttindakennara við kennslu í grunnskólum í Sveitarfélaginu Skagafirði skólaárið 2004 – 2005. Hlutfall réttindakennara var 85% og leiðbeinenda 15% á nýliðnu skólaári og horfur eru á að hlutfall réttindakennara verði yfir 90% næsta skólaár. Þá var lagt fram til kynningar samkomulag um fyrirkomulag og kostnaðarskiptingu vegna tónlistarnáms á framhaldsskólastigi.
Menningarmál:
- Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs gerði grein fyrir undirbúningi hátíðarhalda 17. júní og Hafnardagsins 16. júlí. Ákveðið að leggja kr. 200.000,-. til hátíðarhalda á Hafnardeginum af lið nr. 05-7. Jafnframt var sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs falið að ræða við Samgöngunefnd um framkvæmd Hafnardagsins.
- Rætt um stöðu fjárhagsáætlunar og kostnað vegna hátíðarhalda.
- Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs skýrði frá breytingum á sýningartækni í kvikmyndahúsum sem leiðir til þess að fjárfesta þarf í búnaði í Bifröst ef sýna á kvikmyndir með íslenskum texta. Sviðsstjóra falið að afla nánari upplýsinga.
- Sviðsstjóri kynnti vinnu að menningarsamningum. Ákveðið að bjóða fulltrúum Karlakórsins Heimis til næsta fundar með nefndinni.
- Lagðir fram til kynningar ársreikningar félagsheimila 2004. Reikningar fyrir Félagsheimili Rípurhrepps og Bifröst liggja ekki fyrir.
- Sviðsstjóri greindi frá stöðu mála hjá Ljósmyndasafni Skagfirðinga – Tímatákni ehf.
- Önnur mál
- Sumardagskrá 2005 lögð fram til kynningar, hún hefur þegar verið send á hvert heimili á Norðurlandi vestra.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18:00.