Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

3. fundur 21. ágúst 2006
 
Fræðslunefnd Skagafjarðar
Fundur 3 - 21.08. 2006
 
Ár 2006, mánudaginn 21. ágúst kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og María Lóa Friðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn skólastjórar grunnskólanna Páll Dagbjartsson, Hallfríður Sverrisdóttir, Jón Hilmarsson og Jóhann Bjarnason. Einnig sat fundinn Gísli Konráðsson áheyrnarfulltrúi kennara og  Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi sem ritaði fundargerð.
 
 
Dagskrá:
Grunnskólamál:
  1. Grunnskólabörn með lögheimili í öðrum sveitarfélögum
  2. Viðræður við skólastjóra í grunnskólum Skagafjarðar
  3. Önnur mál.
 
 
Afgreiðslur:
1.      Fræðslufulltrúi lagði fram viðmiðunarreglur um greiðslur vegna vistunar barna utan lögheimilissveitarfélags. Einnig voru lögð fram gögn um rekstrarkostnað á hvert barn í grunnskólum Skagafjarðar. Fræðslufulltrúa falið að koma með tillögu um vinnureglur um viðtöku barna með lögheimili utan sveitarfélagsins, í samráði við skólastjórnendur.
 
2.      Skólastjórarnir gerðu grein fyrir stöðunni hjá hverjum skóla fyrir sig nú í skólabyrjun og bentu á ýmis mál sem taka þarf ákvarðanir um eða leggja línur um í framtíðinni.
 
3.      Önnur mál. Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni Árvistar þar sem gerðar eru athugasemdir við innritunarreglurnar. Frestað til næsta fundar.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.25.