Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

15. fundur 15. febrúar 2007
TFræðslunefnd SkagafjarðarT
Fundur 15 - 15.02. 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 15. febrúar kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:30. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig áheyrnarfulltrúar grunnskólanna undir 1 lið Sigrún Benediktsdóttir og Konráð Gíslason fyrir hönd kennara, Jóhann Bjarnason fyrir hönd skólastjóra. Áheyrnarfulltrúar leikskólanna, Kristrún Ragnarsdóttir og Dagbjört Rós Hermundsdóttir, sátu fundinn undir liðum 2 til 7.  Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi sat einnig fundinn og ritar fundargerð.
 
Dagskrá:
Grunnskólamál
1.      Ráðning skólastjóra í sameinaðan grunnskóla Út að austan.
 
Leikskólamál
2.      Sumarlokanir leikskólanna
3.      Könnun um opnunartíma leikskólanna
4.      Húsrýmisáætlun leikskólanna
5.      Erindi frá menntamálaráðuneytinu um könnun á starfsemi leikskóla
6.      Ósk um námsstyrk vegna leikskólakennaranáms
7.      Önnur mál
 
Afgreiðslur:
1.      Fræðslunefnd samþykkir að ráða Jón Hilmarsson skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi sem skólastjóra í sameinuðum grunnskóla Út að austan á grundvelli 4. gr. e-liðar laga um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda nr. 72/1996. Laun verða samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands (Skólastjórafélag Íslands). Sigríður Svavarsdóttir óskar eftir að bókað verði að hún sé mjög ósátt við þau vinnubrögð að staðan sé ekki auglýst.
2.      Rætt um sumarlokanir leikskóla. Fræðslunefnd samþykkir að það verði óbreytt fyrirkomulag á sumarlokun leikskólanna. Leikskólastjórum falið að kanna meðal foreldra þörf á flutningi barna milli leikskóla á Sauðárkróki á lokunartíma.
3.      Lögð fram svör frá atvinnurekendum samkvæmt samþykkt Byggðaráðs frá 17. október s.l. og Fræðslunefndar frá 23. nóvember s.l. Send var út fyrirspurn til  fyrirtækja samkvæmt lista frá leikskólastjórum. Aðeins bárust svör frá tveimur aðilum, FISK seafood hf og Kjötkrók ehf. Aðeins annar aðilinn óskaði eftir lengingu á vistunartíma.
4.      Lögð fram samantekt þar sem farið er yfir hver fjöldi barna er á leikskólunum í dag og spá um hver þörfin verður í nánustu framtíð fyrir leikskólapláss á Sauðárkróki. Áætlanir gera ráð fyrir um 190 börnum sem þýðir fjölgun um tvær til þrjár leikskóladeildir.
5.      Lagt fram erindi frá Menntamálaráðuneytinu vegna eftirfylgni könnunar á starfsemi leikskóla sem gerð var á síðasta ári. Fræðslufulltrúa falið að svara bréfi Menntamálaráðuneytisins
6.      Tekin fyrir fyrirspurn frá leikskólakennaranema í fjarnámi um námsstyrk. Samkvæmt samþykkt sveitarfélagsins nær stuðningur Skagafjarðar einungis til þeirra leikskólakennaranema sem eru í starfi hjá sveitarfélaginu og er því ekki hægt að verða við erindinu. Fræðslufulltrúa falið að svara erindinu.
7.      Engin önnur mál.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 18.35.