Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

24. fundur 04. júní 2007
TFræðslunefnd SkagafjarðarT
Fundur 24 - 4.06. 2007
 
Ár 2007, mánudagur 4. júní, kom Fræðslunefnd saman til fundar í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki kl. 16:00. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig áheyrnarfulltrúar leikskólanna undir  lið 1 - 5, Kristrún Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Dagbjört Rós Hermundsdóttir fulltrúi starfsmanna. Þá sátu áheyrnarfulltrúar grunnskólanna, Jóhann Bjarnason fulltrúi skólastjóra, Sigrún Benediktsdóttir og Konráð Gíslason kennarafulltrúar undir lið 6. –  9. Rúnar Vífilsson fræðslustjóri sat einnig fundinn og ritar fundargerð.

Dagskrá:

 
Leikskólamál:
  1. Leikskólamál á Sauðárkróki
  2. Leikskólinn Birkilundi, húsnæðismál
  3. Skóladagatöl leikskóla
  4. Erindi frá menntamálaráðuneytinu
  5. Önnur mál
 
Grunnskólamál:
  1. Árskóli, mötuneytismál
  2. Skóladagatöl grunnskóla og tímamagn
  3. Skólahreysti, styrkbeiðni
  4. Önnur mál
 
 
Afgreiðslur:
  1. Rætt um leikskólamál á Sauðárkróki og þær breytingar sem verða við byggingu nýs leikskóla sem leysa mun af hólmi Furukot og Krílakot. Samþykkt að óska eftir því að leikskólastjórar á Sauðárkróki, ásamt 2 fulltrúum starfsmanna vinni hugmyndir að framtíðarskipulagi leikskólamála á Sauðárkróki í samvinnu við fræðslustjóra.  Miðað er við að nefndin skili af sér um næstu áramót. Þá samþykkir fræðslunefnd að ráða Aðalbjörgu Þorgrímsdóttur sem leikskólastjóra á Glaðheimum tímabundið til eins árs meðan þessi hugmyndavinna er í gangi.
 
  1. Fræðslustjóri lagði fram hugmyndir að úrbótum á húsnæðismálum Birkilundar.
 
  1. Skóladagatöl leikskólanna lögð fram og samþykkt.
 
  1. Lagt fram til kynningar erindi frá Menntamálaráðuneytinu þar sem þökkuð eru greinargóð svör um leikskólanámskrár og opinbera uppeldisstefnu leikskólanna í sveitarfélaginu.
 
  1. Önnur leikskólamál voru engin.
 
  1. Lögð fram áætlun um uppsetningu mötuneytis í Árskóla sem unnin er af skólastjóra Árskóla og fræðslustjóra. Áætlunin gerir ráð fyrir að kostnaður við uppsetningu á afgreiðslueldhúsi í Árskóla sé um 8,5 milljónir króna. Einnig lagt fram undir þessum lið bréf frá hollustuteymi Árskóla dagsett 8. maí um málefnið. Fræðslunefnd samþykkir framlagða áætlun og vísar henni til Byggðaráðs.
 
  1. Skóladagatöl grunnskóla lögð fram ásamt úthlutuðu tímamagni skólanna á viku. Samþykkt. Undir þessum lið var tekið fyrir erindi frá skólastjóra Varmahlíðarskóla um ráðningu stuðningsfulltrúa. Erindið samþykkt.
 
  1. Lögð fram beiðni frá Icefitness ehf. um styrk vegna keppninnar Skólahreysti 2007. Þótt nefndinni þyki verkefnið áhugavert og skemmtilegt treystir hún sér ekki til að styrkja það að þessu sinni. Nefndin vonar hinsvegar að þetta verkefni sé komið til þess að vera.
 
  1. Önnur grunnskólamál voru engin.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 17.15.