Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

29. fundur 15. nóvember 2007
Fræðslunefnd SkagafjarðarT
Fundur 29 - 15.11. 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 15. nóvember kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:30. Mættir: Sigurður Árnason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig áheyrnarfulltrúar leikskólans, Kristrún Ragnarsdóttir og Dagbjört Rós Hermundsdóttir, undir lið 1 til 6. Áheyrnarfulltrúar grunnskólans, Óskar G. Björnsson og Konráð Gíslason undir liðum 7 til 12. Skólastj. Tónlistarskólans Sveinn Sigurbjörnsson sat fundinn undir liðum 13 til 15.  Rúnar Vífilsson fræðslustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
Leikskólamál:
1.      Fjárhagsáætlun 2008
2.      Samræmdar reglur um ráðningar starfsfólks sem vinnur með börnum og unglingum – erindi frá félags- og tómstundanefnd
3.      Málþing um leikskólabyggingar
4.      Skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
5.      Landvernd, erindi um Grænfánann
6.      Önnur mál.
Grunnskólamál:
7.      Fjárhagsáætlun 2008
8.      Mötuneyti Árskóla – niðurstaða verðkönnunar
9.      Samræmdar reglur um ráðningar starfsfólks sem vinnur með börnum og unglingum – erindi frá félags- og tómstundanefnd
10.  Skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
11.  Landvernd, erindi um Grænfánann
12.  Önnur mál
Tónlistarskólamál:
13.  Fjárhagsáætlun 2008
14.  Samræmdar reglur um ráðningar starfsfólks sem vinnur með börnum og unglingum – erindi frá félags- og tómstundanefnd
15.  Önnur mál


Afgreiðslur:
  1. Lögð fram  drög að fjárhagsáætlun 2008 fyrir leikskólann. Einnig fylgdi með áætlun 2007 og staðan eftir 9 mánuði. Niðurstöðutala til fyrstu umræðu er 190.484 þús. krónur.
  2. Lagðar fram hugmyndir sem ræddar hafa verið í félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samræmdar reglur varðandi ráðningu starfsfólks sem vinnur með börnum og unglingum. Fræðslunefnd tekur undir með Félags- og tómstundanefnd að nauðsynlegt sé að vinna samræmdar reglur um ráðningu starfsfólks til vinnu með börnum og unglingum.
  3. Lögð fram dagskrá málþings um leikskólabyggingar sem haldið verður 23. nóvember  á Grand Hótel og er á vegum Félags leikskólakennara í samvinnu við Félag leikskólafulltrúa, til kynningar.
  4. Lögð fram dagskrá skólaþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin verður 30. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica, til kynningar. 
  5. Lagt fram erindi frá Landvernd, um Grænfánann. Til kynningar.  
  6. Önnur mál. Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra þar sem óskað er eftir skriflegu svari við athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins. Svars er óskað fyrir 1. desember n.k. Fræðslustjóra og leikskólastjóra falið að svara bréfinu.
  7. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2008 fyrir grunnskólann. Einnig fylgdi með áætlun 2007 og staða eftir 9 mánuði. Niðurstöðutala til fyrstu umræðu er 693.085 þús. kr.
  8. Greint frá niðurstöðu verðkönnunar vegna mötuneytis Árskóla. Þrír aðilar höfðu áhuga á að vera með í verðkönnuninni, en aðeins eitt tilboð skilaði sér og var það frá Kaffi Krók. Fræðslunefnd samþykkir að mæla með því við Byggðaráð að samið verði við Kaffi Krók.
  9. Lagðar fram hugmyndir sem ræddar hafa verið í félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samræmdar reglur varðandi ráðningu starfsfólks sem vinnur með börnum og unglingum. Fræðslunefnd tekur undir með Félags- og tómstundanefnd að nauðsynlegt sé að vinna samræmdar reglur um ráðningu starfsfólks til vinnu með börnum og unglingum.  
  10. Lögð fram dagskrá skólaþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin verður 30. nóvember á Hilton Reykjavík Nordica, til kynningar. 
  11. Lagt fram erindi frá Landvernd, um Grænfánann. Til kynningar. 
  12. Önnur mál. Skólastjóri Árskóla benti á að skólahald er 125 ára á Sauðárkróki. Barnaskólahúsið verður 60 ára á þessu ári. Gagnfræðaskólahúsið 40 ára á þessu ári og Árskóli er 10 ára. Árskóli ætlar að hefja afmælisárið í upphafi þemaviku.
  13. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2008 fyrir Tónlistarskóla. Einnig fylgdi með áætlun 2007 og staða eftir 9 mánuði. Niðurstöðutala til fyrstu umræðu er 61.912 þús. kr.
  14. Lagðar fram hugmyndir sem ræddar hafa verið í félags- og tómstundanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samræmdar reglur varðandi ráðningu starfsfólks sem vinnur með börnum og unglingum. Fræðslunefnd tekur undir með Félags- og tómstundanefnd að nauðsynlegt sé að vinna samræmdar reglur um ráðningu starfsfólks til vinnu með börnum og unglingum.
  15. Önnur mál.
 
Drög að fjárhagsáætlun 2008 fyrir 04 – Fræðslumál samþykkt og vísað til Byggðaráðs. Heildartekjur 116.582 þús kr. Heildargjöld 1.118.389 þús. kr. Niðurstöðutala 1.001.807 þús. kr.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 17.15