Fara í efni

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar

89. fundur 04. júlí 2013 kl. 13:00 - 14:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs
  • Ágúst Ólason grunnskólastjóri
  • Linda Björnsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Sumarlokun Tröllarborgar 2013

Málsnúmer 1306245Vakta málsnúmer

Erindi um sumarlokanir leikskólans Brúsabæjar/Tröllaborgar kynnt. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

2.Fæðismál í Ársölum og Árskóla

Málsnúmer 1301288Vakta málsnúmer

Formaður upplýsti að áfram verði samið Grettistak ehf. og Videosport ehf. um framleiðslu hádegisverðar fyrir Ársali og Árskóla.

3.Skólaakstur - útboð

Málsnúmer 1209235Vakta málsnúmer

Kynntar voru niðurstöður útboðs á skólaakstri í dreifbýli Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fræðslunefnd samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur á grundvelli tilboða þeirra.

4.Ráðning skólastjóra Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1306120Vakta málsnúmer

Kynnt var ákvörðun samstarfsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um ráðningu í stöðu skólastjóra Varmahlíðarskóla.Fræðslunefnd býður Álfheiði Freyju Friðbjarnardóttur velkomna til starfa.

Fundi slitið - kl. 14:30.