Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Desemberskýrslur leiksólanna 2015
Málsnúmer 1601345Vakta málsnúmer
Desemberskýrslur leikskólanna í Skagafirði fyrir árið 2015 lagðar fram til kynningar. Skýrslur þessar eru hluti af árlegri upplýsingagjöf sveitarfélagsins til Hagstofu Íslands.
2.Leikskólamál í Varmahlíð
Málsnúmer 1510187Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd ítrekar fyrri bókanir sínar um mikilvægi þess að framkvæmdum við nýja deild leikskólans Birkilundar sé hraðað svo sem verða má. Nefndin lýsir áhyggjum af því hve verkið hefur dregist.
3.Sumarlokanir leikskóla 2016
Málsnúmer 1601373Vakta málsnúmer
Rætt um hvernig sumarlokunum leikskóla sumarið 2016 verður háttað. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
4.Reglur um flutning barna milli skóla
Málsnúmer 1601351Vakta málsnúmer
Reglur um flutning grunnskólabarna á milli skólahverfa í Sveitarfélaginu Skagafirði. Uppfæra þarf reglurnar en þær voru settar árið 2003 og endurskoðaðar 2008. Samþykkt að fela sviðsstjóra að endurskoða reglurnar og leita svara við álitaefnum.
5.Læsisstefna fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð
Málsnúmer 1509040Vakta málsnúmer
Upplýst var um gang mála varðandi vinnu við gerð læsisstefnu Sveitarfélagins Skagafjarðar. Nefndin fagnar því hver vel fagfólk skólanna hefur tekið þessari vinnu og bindur vonir við að læsisstefna og framkvæmd hennar muni verða til að efla enn frekar nám í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar.
Fundi slitið - kl. 15:10.