Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Steinunn Arnljótsdóttir leikskólasjóri sat fundinn í fjarveru Aðalbjargar Þorgrímsdóttur
1.Leiðbeiningar vegna skólaaksturs í dreifbýli
Málsnúmer 1911074Vakta málsnúmer
Kynnt var erindi með leiðbeiningum, dagsettum 4. nóvember 2019, frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu vegna skólaaksturs í grunnskóla.
2.Sumarlokanir í leikskólum 2020
Málsnúmer 1911120Vakta málsnúmer
Lagt er til að sumarlokun leikskóla í Sveitarfélaginu Skagafirði verði með eftirfarandi hætti sumarið 2020:
Birkilundur loki í 5 vikur frá kl. 12 þann 3. júlí til kl. 12 þann 10. ágúst.
Ársalir loki í 4 vikur frá kl. 14 þann 9. júlí til kl. 10 þann 6. ágúst.
Tröllaborg loki í 5 vikur frá kl. 12 þann 1. júlí til kl. 12 þann 5. ágúst.
Nefndin samþykkir tillöguna.
Birkilundur loki í 5 vikur frá kl. 12 þann 3. júlí til kl. 12 þann 10. ágúst.
Ársalir loki í 4 vikur frá kl. 14 þann 9. júlí til kl. 10 þann 6. ágúst.
Tröllaborg loki í 5 vikur frá kl. 12 þann 1. júlí til kl. 12 þann 5. ágúst.
Nefndin samþykkir tillöguna.
3.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2020
Málsnúmer 1910115Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun fræðslumála 2020 lögð fram til seinni umræðu. Nefndin samþykkir áætlunina eins og hún er lögð fram fyrir sitt leyti. Nefndin vísar áætluninni til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin vill koma á framfæri þökkum til starfsmanna við gerð fjárhagsáætlunar 2020.
Fundi slitið - kl. 17:10.