Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Sandra Hilmarsdóttir sat fundinn sem áheyrnafulltrúi foreldra leikskólabarna.
1.Nemendafjöldi 2021-2022
Málsnúmer 2109163Vakta málsnúmer
Lagðar fram tölur um fjölda nemenda í leik-, grunn- og tónlistarskóla fyrir skólaárið 2021-2022. Nemendur leikskóla í Skagafirði eru samtals 228 (voru 244) og nemendur í grunnskóla 539 (voru 550). Nemendum tónlistarskóla fjölgar úr 128 í 146. Tekið er fram að þessar tölur kunna að breytast lítillega.
2.Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna
Málsnúmer 2109010Vakta málsnúmer
Lögð fram bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
3.Trúnaðarmál fræðslunefndar 2021-2022
Málsnúmer 2108206Vakta málsnúmer
Eitt mál tekið fyrir, sjá trúnaðarbók.
Fundi slitið - kl. 17:15.