Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna
Málsnúmer 2109010
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 980. fundur - 10.09.2021
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 30. ágúst 2021, varðandi innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 171. fundur - 21.09.2021
Lögð fram bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 293. fundur - 29.09.2021
Sviðsstjóri upplýsti að mikil áhersla væri lögð á farsæla innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og hefur félagsmálaráðuneytið yfirumsjón með henni. Fjölskyldusvið er þegar komið vel áleiðis með innleiðingu í gegnum samþættingu þeirra þriggja stoða sem mynda fjölskyldusvið, félagsþjónustu, frístundaþjónustu og fræðsluþjónustu. Ljóst er þó að talsverð vinna er framundan við að máta þjónustu fjölskyldusviðs inn í lögin og lagfæra það sem kann að standa eftir. Nefndin leggur áherslu á öflugt samráð og samstarf við Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.