Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Covid staða í leik - og grunnskólum
Málsnúmer 2201146Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað um stöðuna í leik- og grunnskólum Skagafjarðar vegna Covid-19 faraldursins. Sviðsstjóri fór yfir minnisblaðið og ítrekaði að staðan væri metin á hverjum degi í samráði við stjórnendur skólanna og aðra aðila sem að málum koma. Írekað var að yfirstjórn sveitarfélagsins fylgist mjög vel með þróuninni frá degi til dags og er tilbúin til að grípa til aðgerða gerist þess þörf.
2.Ársalir - niðurstöður starfsmannakönnunar vegna umbótaferlis
Málsnúmer 2201148Vakta málsnúmer
Kynntar voru niðurstöður starfsmannakönnunar sem gerð var vegna þeirra breytinga sem unnið er að innan leikskólans Ársala. Breytingarnar taka til daglegs skipulags starfsins sem og starfsmannastjórnunar. Markmið breytinganna er að einfalda skipulag og öðlast betri yfirsýn en einnig að minnka álag á nemendur og starfsfólk.
3.Staða fræðsluþjónustu
Málsnúmer 2201149Vakta málsnúmer
Á síðasta fundi nefndarinnar var farið yfir skipulag og starfsemi fjölskyldusviðs og fjallað um aðgengi að sérfræðiþjónustu. Almennt verður að teljast að vel gangi að bregðast við þörfum nemenda fyrir sérfræðiþjónustu. Nokkuð er þó misjafnt hve lengi nemendur þurfa að bíða eftir þjónustu en í flestum tilvikum er biðtími mjög stuttur. Þó sjást merki þess að þörfin hefur aukist fyrir þjónustu og er unnið að því að bregðast við því.
4.Skólabifreiðar - ný reglugerð um skoðun ökutækja
Málsnúmer 2112084Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar ný reglugerð um skoðun ökutækja í skólaakstri. Helstu breytingar í reglugerðinni eru þær að framvegis þarf að færa skólabifreiðar til skoðunar árlega.
Fundi slitið.