Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sumarlokun leikskóla á Sauðárkróki
Málsnúmer 0901053Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd samþykkir að leikskólar á Sauðárkróki verði lokaðir í fjórar vikur sumarið 2009. Leikskólastjórum falið að útfæra tímasetningar í samráði við fræðslustjóra.
2.Breytingar á innritunarreglum í leikskóla
Málsnúmer 0901054Vakta málsnúmer
Breytingar á innritunarreglum leikskóla ræddar. Samþykkt að breyta innritunarreglum skv. eftirfarandi:
Kafli I
1. gr. Út fellur setningin ,,enda eigi það lögheimili í Skagafirði"
3. gr. Út falla orðin ,,námsmanna (miðað við fullt nám),"
Kafli IV
1. gr. Við bætist setningin ,,Gjald skal greitt fyrir umsaminn vistunartíma óháð mætingu barns."
Kafli I
1. gr. Út fellur setningin ,,enda eigi það lögheimili í Skagafirði"
3. gr. Út falla orðin ,,námsmanna (miðað við fullt nám),"
Kafli IV
1. gr. Við bætist setningin ,,Gjald skal greitt fyrir umsaminn vistunartíma óháð mætingu barns."
3.Ferli þegar óskað er eftir flýtingu í skóla
Málsnúmer 0901055Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar skjalið ?Ferli þegar óskað er eftir flýtingu í skóla? sem skólaskrifstofan vann vegna ákvæða í nýjum lögum um möguleika á að nemendur hefji grunnskólanám fyrr en við 6 ára aldur.
Undir þessum lið sátu einnig fulltrúar grunnskóla
Fulltrúar leikskóla viku af fundi að afloknum þessum lið.
Undir þessum lið sátu einnig fulltrúar grunnskóla
Fulltrúar leikskóla viku af fundi að afloknum þessum lið.
4.Gjaldskrá leikskóla
Málsnúmer 0901056Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd samþykkir að hækka gjald vegna matar á leikskólum sem hér segir: Hádegismatur 3.490 kr. á mánuði, morgunhressing 1.604 kr. á mánuði og síðdegishressing 1.604 kr. á mánuði. Vistunargjöld verði óbreytt.
5.Fjárhagsáætlun Leikskóla 2009
Málsnúmer 0811034Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd samþykkir að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 vegna leikskóla til byggðarráðs og 2. umræðu.
6.Röskun á skólastarfi vegna veðurs
Málsnúmer 0901058Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar verklagsreglur sem settar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu til að bregðast við röskun á skólastarfi.
7.Fjárhagsáætlun Grunnskóla 2009
Málsnúmer 0811035Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd samþykkir að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 vegna grunnskóla til byggðarráðs og 2. umræðu.
8.Fjárhagsáætlun Tónlistarskóla 2009
Málsnúmer 0811036Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd samþykkir að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 vegna tónlistarskóla til byggðarráðs og 2. umræðu.
9.Umsókn um styrk vegna söngskóla
Málsnúmer 0901059Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Söngskóla Alexöndru þar sem óskað er eftir viðræðum um fjárhagslegan stuðning við starf skólans. Erindinu hafnað.
10.Umsókn um námsleyfi
Málsnúmer 0901061Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Þóru Björk Jónsdóttur kennslu- og sérkennslufulltrúa á skólaskrifstofu um námsleyfi í eitt ár. Fræðslunefnd samþykkir erindið.
11.Fjárhagsáætlun Önnur skólamál 2009
Málsnúmer 0811037Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd samþykkir að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2009 vegna annarra skólamála til byggðarráðs og 2. umræðu.
Fundi slitið - kl. 17:50.