Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008. Leikskólar
Málsnúmer 0810041Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri lagði fram yfirlit yfir breytingar á fjárhagsáætlun ársins varðandi leikskóla. Um litlar breytingar er að ræða frá fjárhagsáætlun.
2.Upplýsingaöflun úr sakaskrá - ráðningarmál
Málsnúmer 0810012Vakta málsnúmer
Kynntar leiðbeiningar um ráðningar frá Sambandi sveitarfélaga vegna breytinga á lögum um leikskóla frá því sl.vor sem kveða á um að ekki megi ráða einstaklinga til starfa sem hlotið hafi refsidóm fyrir kynferðisbrot og tillögur um hvernig sveitarfélög eigi að bera sig að vegna þessa.
Eftir þennan lið vék Steinunn Arnljótsdóttir af fundi
Eftir þennan lið vék Steinunn Arnljótsdóttir af fundi
3.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008. Grunnskólar
Málsnúmer 0810041Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri lagði fram yfirlit yfir breytingar á fjárhagsáætlun ársins varðandi grunnskóla. Samtals er um að ræða hækkun að upphæð 40.740 þús. kr. sem að langmestu leyti skýrast af hækkunum í kjarasamningum grunnskólakennara og hækkun á kostnaði við skólaakstur.
4.Verðlagning skólamáltíða
Málsnúmer 0810042Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar álit Sambands sveitarfélaga um verðlagningu skólamáltíða.
5.Kynning á starfi í kjölfar sameiningar Grunnskólans austan Vatna
Málsnúmer 0810045Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Grunnskólanum austan Vatna þar sem farið er yfir þær breytingar sem orðið hafa á skólastarfinu eftir sameiningu skólanna. Í erindinu er einnig farið fram á fjölgun stöðugilda við skólann. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Undir þessum lið var einnig lögð fram til kynningar skólanámskrá skólans fyrir líðandi skólaár.
6.Grunnskólinn Hofsósi - Brunavarnir skýrsla v.endurbóta
Málsnúmer 0810007Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri kynnti erindi vegna brunavarna í Grunnskólanum austan Vatna.
7.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008. Tónlistarskóli
Málsnúmer 0810041Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri lagði fram yfirlit yfir breytingar á fjárhagsáætlun varðandi Tónlistarskóla. Breytingin felst í því að tekjur hækka um 3,5 milljónir kr. sem skýrast af 3 milljón kr. hærri endurgreiðslu Akrahrepps og 0,5 milljón kr. hærri tekjum af skólagjöldum.
8.Kostnaður vegna tónlistarnemenda úr Skagafirði.
Málsnúmer 0808004Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar þar sem farið er fram á að sveitarfélagið greiði hluta námskostnaðar þriggja nemenda með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði. Með vísan í samþykkt sveitarstjórnar frá 4.september 2007 lagði formaður til að erindinu væri hafnað. Samþykkt með tveimur atkvæðum.
9.Samþykkt v. velferðarþjónustu íbúa á tímun umróts og öryggisleysis
Málsnúmer 0810028Vakta málsnúmer
Fræðslustjóri kynnti samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um velferðarþjónustu á tímum umróts og öryggisleysis.
Fundi slitið - kl. 18:30.