Fara í efni

Fræðslunefnd

5. fundur 04. október 2022 kl. 16:15 - 17:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Regína Valdimarsdóttir formaður
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir aðalm.
  • Agnar Halldór Gunnarsson áheyrnarftr.
  • Ragnhildur Jónsdóttir varam.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
  • Sólveig Arna Ingólfsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Ásrún Leósdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
  • Vildís Björk Bjarkadóttir áheyrnarftr. foreldra grunnsk.barna
Fundargerð ritaði: Erla Hrund Þórarinsdóttir Sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Reglur og samþykktir málaflokkur 04, fræðslumál

Málsnúmer 2209340Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir lög og reglugerðir sem snerta málasvið 04 og ýmis sjónarmið þar að lútandi reifuð. Gert er ráð fyrir að allar reglur sveitarfélagsins verði endurskoðaðar á næstu vikum og að fræðslunefnd afgreiði reglur þessar frá sér til byggðarráðs á næsta fundi sínum, að svo miklu leyti sem hægt er.

2.Öryggismyndavélar

Málsnúmer 2209351Vakta málsnúmer

Fram hefur komið sú hugmynd að setja upp eftirlitsmyndavélar við Árskóla og íþróttahúsið á Sauðárkróki. Fræðslunefnd ræddi málið og ýmis sjónarmið sem hafa þarf í huga varðandi ákvörðun um að setja upp eftirlitsmyndavélar þar sem börn eru í leik og starfi. Bent er á mikilvægi þess að skoða málið rækilega m.t.t. persónuverndarsjónarmiða Sviðsstjóra og starfsmönnum sviðsins falið að skila minnisblaði um málið fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Skólamatur

Málsnúmer 2209345Vakta málsnúmer

Skólamatur í Ársölum og Árskóla hefur nokkuð verið til umræðu í samfélaginu, sbr. minnisblað sem fylgir í gögnum. Starfsmenn hafa fundað með samningshöfum um málið og hvatt til þess að matarmálum verði komið í lag í samræmi við lýsingu í útboðsgögnum og gildandi samning. Starfsmenn munu fylgja málinu eftir í samræmi við ákvæði samningsins.
Áheyrnafulltrúar stofnana véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.

4.Trúnaðarbók fræðslunefndar 9

Málsnúmer 2209031Vakta málsnúmer

Eitt mál tekið fyrir og afgreitt.

Fundi slitið - kl. 17:30.