Öryggismyndavélar
Málsnúmer 2209351
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 5. fundur - 04.10.2022
Fram hefur komið sú hugmynd að setja upp eftirlitsmyndavélar við Árskóla og íþróttahúsið á Sauðárkróki. Fræðslunefnd ræddi málið og ýmis sjónarmið sem hafa þarf í huga varðandi ákvörðun um að setja upp eftirlitsmyndavélar þar sem börn eru í leik og starfi. Bent er á mikilvægi þess að skoða málið rækilega m.t.t. persónuverndarsjónarmiða Sviðsstjóra og starfsmönnum sviðsins falið að skila minnisblaði um málið fyrir næsta fund nefndarinnar.
Fræðslunefnd - 6. fundur - 18.10.2022
Lagt fram minnisblað um öryggismyndavélar við skóla. Fræðslunefnd samþykkir að vinna að uppsetningu öryggismyndavélar við Árskóla og íþróttahús og felur sviðsstjóra að vinna málinu framgang í samráði við skólastjóra Árskóla, frístundastjóra, tækniumsjónarmann sveitarfélagsins og aðra þá aðila sem að málinu þurfa að koma. Gera verður ráð fyrir fjármunum í fjárhagsáætlun Árskóla vegna þessa. Ítrekað er að þegar um er að ræða börn gilda strangari reglur um persónuvernd en ella. Áður en til uppsetningar öryggismyndavéla kemur þarf að vera búið að setja reglur um notkun þeirra, tilgang og aðgang að efni úr vélunum. Þá er einnig mikilvægt að kynna öllum hagaðilum reglurnar vel, m.a. foreldrum, skólaráði og starfsmönnum skóla og íþróttahúss.
Fræðslunefnd - 13. fundur - 12.04.2023
Á fundi fræðslunefndar þann 19.10.2022 var samþykkt að fela sviðsstjóra að vinna að uppsetningu öryggismyndavéla við Árskóla og íþróttahúss. Í kjölfar skoðunar á ýmsum flötum málsins var ákveðið að öryggisstjóri sveitarfélagsins ynni málið fyrir hönd þess og leitaði eftir hentugum búnaði og samstarfsaðila um verkefnið. Samhliða vinnu öryggisstjóra vinna starfsmenn fræðsluþjónustu að reglum um notkun og aðgang slíkra myndavéla í samræmi við minnisblað sem fræðslunefnd fjallaði um á fundi sínum þann 19.10.2022. Reglurnar ásamt ákvörðun um tækjabúnað verða kynntar nefndinni þegar þær liggja fyrir. Fræðslunefnd leggur áherslu á að málið verði unnið hratt og örugglega.
Fræðslunefnd - 14. fundur - 09.05.2023
Farið yfir drög að reglum um öryggismyndavélar, kostnað við uppsetningu þeirra og stöðu hvað varðar kaup á búnaði og uppsetningu.
Nefndin felur starfsfólki fjölskyldusviðs að vinna áfram að málinu.
Nefndin felur starfsfólki fjölskyldusviðs að vinna áfram að málinu.
Fræðslunefnd - 27. fundur - 08.05.2024
Öryggismyndavélar hafa verið settar upp við Árskóla. Upplýsingaskilti eru tilbúin og er nú unnið að því að finna þeim staðsetningu og verða þau sett upp fljótlega. Samkvæmt verklagsreglum Skagafjarðar um rafræna vöktun þá verða foreldrar, starfsmenn og nemendur upplýstir um þegar vöktun hefst.