Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd

19. fundur 23. janúar 2025 kl. 08:30 - 09:50 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir ritari
  • Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Guðný Axelsdóttir Ritari
Dagskrá

1.Fyrirkomulag gjaldskráar vegna dýrahræja

Málsnúmer 2311146Vakta málsnúmer

Sviðstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs gerði grein fyrir fundi sem hann átti með ÍGF vegna vigtunar sláturúrgangs.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að sviðstjóri vinni málið áfram.

2.Olíutankur á suðurbryggju

Málsnúmer 2410165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 18. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 varðandi umsókn frá Atla Gunnari Arnórssyni byggingarverkfræðingi á Stoð ehf. verkfræðistofu, fh. Hafnarsjóðs Skagafjarðar/Skeljungs ehf. um leyfi til að koma fyrir 10 m³ olíutanki við svokallað syðra plan við Sauðárkrókshöfn. Við tankinn verður komið fyrir búnaði til afgreiðslu gasolíu á minni skip og báta. Meðfylgjandi uppdráttur gerður af umsækjanda. Uppdráttur í verki 3600-0200, númer S-101, dagsettir 03.12.2024.
Skipulagsnefnd telur umrædda framkvæmd vera í samræmi við gildandi deiliskipulag þar sem nú þegar er tankur og afgreiðsla á gasolíu á umræddu plani. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd en minnir jafnframt á að liggja þarf fyrir samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar varðandi leyfisveitingu.
Landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar samþykkir samhljóða afgreiðslu Skipulagsnefndar.

3.Haukur Ingvi ósk um refaveiðisamning

Málsnúmer 2412109Vakta málsnúmer

Borist hefur beiðni frá Hauki Ingva Marinóssyni um samning vegna refaveiði.
Landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar samþykkir samhljóða að gera samning við Hauk Ingva.

4.Sorpþjónusta í Skagafirði

Málsnúmer 2310173Vakta málsnúmer

Til kynningar útkoma sorphirðu 2024
Fyrir liggja tölur um heildar urðun úrgangs frá Skagafirði árið 2024. Í heildina vex það magn sem fer til urðunnar frá Skagafirði um 20% frá árinu 2023. Skýrist það fyrst og fremst af auknu magni til urðunnar frá byggingarstarfsemi (niðurrifs byggingarefni), og auknu magni af blönduðum úrgangi frá fyrirtækjum. Sé eingöngu horft á tölur um blandaðan úrgang frá heimilum þá minnkar hann áfram eða um 14% milli áranna 2023 og 2024, en sé tekið mið af árinu 2022 þá er samdrátturinn orðinn 36% á tveimur árum. Hlutfall af pappa og plasti frá heimilum er nokkuð svipað milli áranna 2023 og 2024 þannig að minnkað magn til urðunnar skýrist þá af annarri flokkun og breytingum á umgengni fólks um það sem sent er til urðunnar.
Landbúnaðar og innviðanefnd fagnar þessari jákvæðu þróun í minnkuðu magni af úrgangi til urðunnar frá heimilum og skorar á íbúa sveitarfélagsins að halda áfram á sömu braut. En um leið má draga þá ályktun af heildar talnasafninu að fyrirtæki héraðsins geti gert betur í flokkun þó svo að þar hafi einnig orðið samdráttur ef horft er á þróunina yfir lengri tíma. Landbúnaðar og innviðanefnd felur sviðstjóra Veitu- og framkvæmdarsviðs að áfram verði unnið að greiningum á gögnunum með það að markmiði að hagræða megi í málaflokknum en stuðla um leið að ennþá meiri flokkun og nýtingu þess úrgangs sem kemur frá heimilum og fyrirtækjum.

5.Ársreikningur Fjallskilasjóður Hrolleifsdals 2023

Málsnúmer 2501071Vakta málsnúmer

Lagður er fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hrolleifsdals fyrir árið 2023.

6.Aðalfundur veiðifélagsins Kolka

Málsnúmer 2501135Vakta málsnúmer

Til kynningar er skýrsla vegna aðalfundar veiðifélagsins Kolka. Umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti málið.

Fundi slitið - kl. 09:50.