Fyrirkomulag gjaldskrár vegna dýrahræja
Málsnúmer 2311146
Vakta málsnúmerLandbúnaðar- og innviðanefnd - 11. fundur - 19.09.2024
Farið var yfir fyrirkomulag gjaldskrár vegna dýrahræja. Afgreiðslu málsins frestað
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 12. fundur - 03.10.2024
Landbúnaðar- og innviðanefnd vinnur málið áfram samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir varðandi magn og kostnað við það að sækja dýrahræ og urða þau. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Hjörvari Halldórssyni sviðstjóra veitu og framkvæmdasviðs er að vinna málið samkvæmt þeim umræðum sem fór fram á fundinum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 13. fundur - 17.10.2024
Til fundar Landbúnaðar og innviðanefndar komu fulltrúar frá Búnaðarsambandi Skagafjarðar Guðrún Lárusdóttir, Guðrún Kristín Eiríksdóttir og Þórdís Halldórsdóttir sem sat fundinn í fjarfundabúnaði. Farið var yfir upplýsingar sem liggja fyrir frá þjónustuaðila um safnað magn dýrahræja. Fyrir liggur að tap er á málaflokknum, en einnig að verið er að safna dýraúrgangi sem ekki er tekið gjald fyrir s.s. sláturúrgangi, gæsum og fiskúrgangi. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að tekið verði fyrir með öllu að úrgangi sem ekki er tekið gjald fyrir sé safnað á kostnað þeirra búgreina sem greiða fyrir þjónustuna. Jafnframt er samþykkt að fækka ferðum þannig að frá maí til ágúst verði farið vikulega en á tveggja vikna fresti aðra mánuði ársins. Fyrir liggur jafnframt að gjaldskrá Norðurár vegna urðunar dýrahræja hækkar um 15% frá 1. janúar 2025. Með hliðsjón af þessu samþykkir Landbúnaðar- og innviðanefnd samhljóða að gjaldskrá 2025 verði sem hér segir:
Sauðfé 165 kr. á grip.
Mjólkurkýr 1080 kr. á grip.
Geldneyti og nautkálfar 550 kr. á grip.
Hross 500 kr. á grip.
Grísir 500 kr. á grip.
Hænsn 10 kr. á stk.
Gjaldskránni er vísað til Byggðarráðs.
Sauðfé 165 kr. á grip.
Mjólkurkýr 1080 kr. á grip.
Geldneyti og nautkálfar 550 kr. á grip.
Hross 500 kr. á grip.
Grísir 500 kr. á grip.
Hænsn 10 kr. á stk.
Gjaldskránni er vísað til Byggðarráðs.