Landbúnaðar- og innviðanefnd
Dagskrá
1.Erindisbréf landbúnaðar- og innviðanefndar
Málsnúmer 2501304Vakta málsnúmer
2.Kostnaður við endurnýjun sorpíláta
Málsnúmer 2502144Vakta málsnúmer
Farið var yfir kostnað við endurnýjun sorpíláta, en aðeins hefur borið á að tunnur hafi týnst í vondum veðrum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd skorar á íbúa Skagafjarðar að tryggja að tunnur séu vel festar til að koma í veg fyrir óþarfa kostnað.
Landbúnaðar- og innviðanefnd skorar á íbúa Skagafjarðar að tryggja að tunnur séu vel festar til að koma í veg fyrir óþarfa kostnað.
3.Fundagerðir Hafnasamband Íslands 2025
Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer
Fundagerð Hafnasamband Íslands v. janúar lögð fram til kynningar.
4.Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar - Samræmingarfundur með fjallskilastjórum og nefndum.
Málsnúmer 2411167Vakta málsnúmer
Fjallskilastjórum og stjórnum fjallskilanefnda í Skagafirði var boðið til súpufundar á Hótel Varmahlíð þar sem farið var yfir ýmis mál tengd fjallskilum. Mættir voru 37 fulltrúar frá öllum fjallskiladeildum Skagafjarðar. Einar Einarsson fór yfir ýmis málefni sem snúa að samskiptum sveitarfélagsins við fjallskiladeildirnar. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri stjórnaði umræðum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar góða mætingu og líflegar umræður á fundinum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar góða mætingu og líflegar umræður á fundinum.
Fundi slitið - kl. 13:25.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir erindisbréfið samhljóða.