Fara í efni

Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar

Málsnúmer 2411167

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 18. fundur - 09.01.2025

Rætt um samræmingarfund með fjallskilastjórum og nefndum vegna fjallskilamála.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að boða til fundar með stjórnum fjallskiladeildanna þann 20. febrúar 2025 og fara almennt yfir stöðu og verkefni sem snúa að fjallskilum.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 21. fundur - 20.02.2025

Fjallskilastjórum og stjórnum fjallskilanefnda í Skagafirði var boðið til súpufundar á Hótel Varmahlíð þar sem farið var yfir ýmis mál tengd fjallskilum. Mættir voru 37 fulltrúar frá öllum fjallskiladeildum Skagafjarðar. Einar Einarsson fór yfir ýmis málefni sem snúa að samskiptum sveitarfélagsins við fjallskiladeildirnar. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri stjórnaði umræðum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar góða mætingu og líflegar umræður á fundinum.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 22. fundur - 04.03.2025

Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar með fulltrúum fjallskilanefndanna í Skagafirði þann 20. febrúar síðast liðinn var ákveðið að stofna starfshóp til að yfirfara Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar. Í honum skyldu sitja tveir fulltrúar úr Landbúnaðar- og innviðanefnd, tveir fulltrúar fjallskilanefndanna ásamt umhverfis og landbúnaðarfulltrúa. Auglýst var eftir framboðum í hópinn og gáfu sig fimm aðilar fram til setu í hópnum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að skipa eftirtalda í starfshópinn: Einar Eðvald Einarsson og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson úr Landbúnaðar- og innviðanefnd, Einar Kári Magnússon og Atli Már Traustason frá fjallskilanefndunum og Kári Gunnarsson umhverfis og landbúnaðarfulltrúi. Með hópnum starfa sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs og lögfræðingur sveitarfélagsins ásamt öðrum sem kallaðir verða til eftir þörfum.
Hildur Magnúsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hún tekur ekki þátt í vali á milli aðila í vinnuhóp vegna nýrrar fjallskilasmþykktar enda ekki góð stjórnsýsla að handvelja aðila umfram aðra af þeim sem buðu sig fram.