Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
1.Fjárhagsáætlun 2012 Landbúnaðarmál
Málsnúmer 1112222Vakta málsnúmer
2.Lífrænn úrgangur frá bændum og búfjáreigendum
Málsnúmer 1104027Vakta málsnúmer
Jón örn gerði grein fyrir árangri og kostnaði við söfnun dýrahræa úr dreifbýli. Ákveðið er að verkefnið haldi áfram í óbreyttu formi árið 2012. Allmennt sorpmagn úr dreifbýlinu er um 800 tonn á ári til urðunar. Nauðsynlegt er að finna leiðir til að minnka það magn.
3.Markaskrá 2012
Málsnúmer 1110074Vakta málsnúmer
Siguður fór yfir vinnu við gerð nýrrar markaskrár. Söfnun marka er í gangi og leitað hefur verið eftir tilboðum í prentun. Stefnt er að útgáfu í ágúst 2012.
4.Girðingarúttekt 2011
Málsnúmer 1112224Vakta málsnúmer
Farið yfir úttekt girðinga með þjóðvegum sem Sigurður framkvæmir ásamt fulltrúa Vegagerðarinnar. Alls fá 144 jarðir og jarðarpartar viðhaldsfé 2011 að upphæð samtals kr. 5.855.531.-
5.Viðhald skilarétta
Málsnúmer 1110073Vakta málsnúmer
Landbúnaðarnefnd áréttar að Sveitarfélagið hefur þá skyldu að viðhalda skilaréttum samkvæmt fjallskilareglugerð. Aðaláhersla viðhaldsframkvæmda næsta árs er á Mælifellsrétt.
6.Almennur félagsfundur 12. nóv 2011
Málsnúmer 1111037Vakta málsnúmer
Haraldur Þór fór yfir leigusamning vegna Miklavatns og Fljótaár sem samþykktur var á Almennum félagsfundi 12.nóv 2011. Samningurinn var lagður fram á aðalfundi félagsins en afgreiðslu var þá frestað.
7.Unadalsá (Hofsá)
Málsnúmer 1112267Vakta málsnúmer
Haraldur gerði grein fyrir starfsemi Veiðifélagsins sem gerðar hafa verið nýjar samþykktir fyrir. Haraldur Þór er formaður félagsins.
Fundi slitið - kl. 14:00.
Farið yfir fjárhagsáætlun vegna 2012. Samþykkt rekstrarniðurstaða kr. 10.790.000.-