Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

173. fundur 23. apríl 2014 kl. 12:00 - 13:05 í Háskólanum á Hólum
Nefndarmenn
  • Ingi Björn Árnason formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Guðrún Helgadóttir áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Refa- og minkaveiði 2014

Málsnúmer 1404069Vakta málsnúmer

Áætlun um minka- og refaveiði á árinu 2014 eftir veiðisvæðum kynnt fyrir veiðimönnum. Af þeirra hálfu mættu á fundinn Jón Númason, Þorsteinn Ólafsson, Garðar Jónsson, Jóhann Guðbrandsson, Pálmi Ragnarsson, Stefán Sigurðsson, Hans Birgir Friðriksson og Birgir Á. Hauksson.

Garðar Jónsson óskar að bókað verði að hann vilji að gjaldskráin verði þannig að greitt verði sama gjald fyrir öll svæði.

Landbúnaðarnefnd samþykkir að gjaldskrá ársins 2014 verði eftirfarandi:
Minkaveiði: Greitt til veiðimanna 7.200 kr./dýr, til annarra 1.800 kr./dýr.
Refaveiði
Grendýr: Greitt til veiðimanna (létt svæði) 15.000 kr./dýr, greitt til veiðimanna (erfitt svæði) 20.000 kr./dýr.
Greitt til veiðimanna vegna hlaupadýra/vetrarveiði 9.000 kr./dýr, til annarra 4.000 kr./dýr.

Fundi slitið - kl. 13:05.