Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

182. fundur 14. mars 2016 kl. 10:00 - 11:49 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jóhannsson formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Gunnar Valgarðsson varam.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Jóhannes Ríkharðsson boðaði forföll vegna veðurs. Í hans stað sat fundinn Gunnar Valgarðsson.

1.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1603044Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Guðbjörgu Særúnu Björnsdóttur, kt. 110765-5849, dagsett 4. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir 20 hænur.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir 10 hænur.

2.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1603091Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Haraldi Árna Hjálmarssyni, kt. 101063-5859, dagsett 10. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir 6 hross.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.

3.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1603080Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Gísla Kristjánssyni, kt. 100848-2289, dagsett 7. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir 9 hross.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.

4.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1603073Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Gunnari Jóni Eysteinssyni, kt. 291063-6599, dagsett 7. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir 47 hross.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu umsóknarinnar og óskar eftir frekari upplýsingum um aðstöðu fyrir hrossin.

5.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1603072Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Svandísi Jónasínu Þóroddsdóttur, kt. 170241-3989, dagsett 7. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir 6 hross.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.

6.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1603071Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Páli Friðrikssyni, kt. 230867-3809, dagsett 8. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir 15 hross og 4 hænur.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda búfjár.

7.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1603066Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Einari Halldóri Einarssyni, kt. 140961-4859, dagsett 8. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir 30 hross.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fresta afgreiðslu umsóknarinnar og óskar eftir frekari upplýsingum um aðstöðu fyrir hrossin.

8.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1603046Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Jóhannesi Pálssyni, kt. 151133-7899, dagsett 16. febrúar 2016. Sótt er um leyfi fyrir 4 hross.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.

9.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1603045Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Jóni Gísla Jóhannessyni, kt. 260164-7169, dagsett 4. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir 9 hross.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.

10.Mælifellsrétt

Málsnúmer 1305263Vakta málsnúmer

Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknideildar kom á fundinn og kynnti nýjar hugmyndir að útfærslu á viðhaldi og viðgerð Mælifellsréttar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Ingvari að útfæra hugmyndina betur í samræmi við það sem rætt var á fundinum og koma með kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina.

11.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1603043Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Rannveigu Jóhannesdóttur, kt. 300140-3519, dagsett 4. mars 2016. Sótt er um leyfi fyrir 10 hross og 16 fjár.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda búfjár.

12.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1602317Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Sigurði Pálma Rögnvaldssyni, kt. 140749-3979, dagsett 22. febrúar 2016. Sótt er um leyfi fyrir 6 hross.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.

13.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1602179Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Birni Magna Svavarssyni, kt. 080264-3809, dagsett 15. febrúar 2016. Sótt er um leyfi fyrir 10 hross.
Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda hrossa.

14.Umsókn um búfjárleyfi

Málsnúmer 1602153Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um leyfi til búfjárhalds frá Birni Mikalessyni, kt. 170150-4149, dagsett 11. febrúar 2016. Sótt er um leyfi fyrir eftirtalið búfé: Hross 25 stk. og 33 hænur. Landbúnaðarnefnd samþykkir leyfi fyrir framangreindum fjölda búfjár. Einnig er sótt um leyfi fyrir tveimur hönum. Landbúnaðarnefnd samþykkir að leyfa tvo hana með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar á breytingum á samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði, sbr. afgreiðslu máls 1307096 á 182. fundi landbúnaðarnefndar. Hanarnir mega einungis vera í og við aðstöðuhús eiganda á lóð 05 á Nöfum.

15.Umsókn um beitarhólf

Málsnúmer 1603032Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. mars 2016 frá Rúnari Þór Númasyni, kt. 130483-5349 og Valdísi B. Hálfdánardóttur, kt. 270981-4889, þar sem þau sækja um beitarhólfið Ártún efra í landi Hofsóss til afnota.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að hafna erindinu þar sem ákveðið er að nota landið undir hrossabeit eins og verið hefur undangengin ár.

16.Stíflurétt - lóðarleiga

Málsnúmer 1603079Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 5. mars 2016 frá Sigurlínu Kristinsdóttur, kt. 130158-2669, varðandi lóðarleigu vegna Stífluréttar í landi Lundar í Fljótum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að beina því til bréfritara að senda erindið til Fjallskilanefndar Austur-Fljóta.

17.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að samþykkt um breytingu á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði, nr. 1264/2015:

1. gr.
3. mgr. 2. gr. samþykktarinnar verður svohljóðandi: Heimilt er að halda allt að 10 hænsni á hverri íbúðarhúsalóð en hanar eru með öllu bannaðir á þeim lóðum. Sérstakt leyfi landbúnaðarnefndar þarf til að halda hana á öðrum svæðum innan þéttbýlismarka.

2. gr.
Samþykkt þessi, sem samin er og samþykkt af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, staðfestist hér með samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2013, um búfjárhald. Samþykktin öðlast þegar gildi. Við gildistöku þessarar samþykktar fellur úr gildi samþykkt um búfjárhald í Hofshreppi nr. 302/1992.

Landbúnaðarnefnd samþykkir breytinguna og vísar henni til afgreiðslu og staðfestingar sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 11:49.