Fara í efni

Mælifellsrétt

Málsnúmer 1305263

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 166. fundur - 31.05.2013

Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti fyrir fundarmönnum ástand Mælifellsréttar og mögulegar úrbætur á henni og kostnað.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 626. fundur - 06.06.2013

Lögð fram samantekt veitu- og framkvæmdasviðs um ástand Mælifellsréttar og mögulegar leiðir til úrbóta.
Byggðarráð samþykkir tillögu veitu- og framkvæmdasviðs um úrbætur sem fyrirhugaðar eru á árinu 2013. Áætlaður kostnaður er 8.700.000 kr. og rúmast innan fjárfestingaliðs eignasjóðs í fjárhagsáætlun 2013.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013

Afgreiðsla 626. fundar byggðaráðs staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013

Afgreiðsla 166. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 174. fundur - 09.07.2014

Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður veitu- og framkvæmdasviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið og skýrði stöðu mála varðandi Mælifellsrétt og fyrsta áfanga í endurgerð réttarinnar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fara í vettvangsferð og skoða aðstæður. Einnig telur nefndin brýnt að gengið verði frá samningi við landeigendur sem fyrst.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 668. fundur - 18.07.2014

Afgreiðsla 174. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 668. fundi byggðarráðs þann 18. júlí 2014 með þremur atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 319. fundur - 01.10.2014

Afgreiðsla 175. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 319. fundi sveitarstjórnar 1. október 2014 með níu atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 177. fundur - 30.03.2015

Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður veitu- og framkvæmdasviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið til viðræðu um Mælifellsrétt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Afgreiðsla 177. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með níu atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 182. fundur - 14.03.2016

Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður tæknideildar kom á fundinn og kynnti nýjar hugmyndir að útfærslu á viðhaldi og viðgerð Mælifellsréttar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Ingvari að útfæra hugmyndina betur í samræmi við það sem rætt var á fundinum og koma með kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 338. fundur - 16.03.2016

Afgreiðsla 182. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 338. fundi sveitarstjórnar 16. mars 2016 með níu atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 187. fundur - 19.10.2016

Ingvar Páll Ingvarsson kynnti væntanlega framkvæmd við lagfæringu og endurbyggingu á Mælifellsrétt. Verða núverandi útveggir fjarlægðir og nýjir settir í staðinn úr galvanhúðuðu efni. Framkvæmdakostnaður verður tekinn af fjárveitingu frá fyrri árum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 190. fundur - 15.02.2017

Ingvar Páll Ingvarsson starfsmaður framkvæmda- og veitusviðs kom á fund nefndarinnar undir þessum dagskrárlið. Rætt um endurnýjun á Mælifellsrétt. Nú hafa veggir í dilkum verið rifnir og í ljós hefur komið að veggir almenningsins liggja lausir ofan á sökklum og hluti þeirra er við það að falla. Niðurstaðan er að almenningurinn er ónýtur, en innreksturinn í lagi. Ljóst er að framkvæmdin verður dýrari en áætlað hefur verið eða um 20 milljónir króna samtals í heildina.

Landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir þvi við byggðarráð að tryggja fjármagn til þess að ljúka framkvæmdinni sem þegar er hafin.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 192. fundur - 09.06.2017

Landbúnaðarnefnd fór í vettvangsferð til að skoða Mælifellsréttina eftir miklar endurbætur á réttinni. Landbúnaðarnefnd telur að vel hafi til tekist. Lokafrágangur er eftir og er vonast til að honum ljúki sem fyrst.