Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Guðrún Helgadóttir í síma.
1.Landbúnaðarnefnd - trúnaðarmál 2013
Málsnúmer 1302098Vakta málsnúmer
Farið yfir þrjú mál sem færð voru í trúnaðarbók.
2.Fjárhagsáætlun fjallskiladeilda 2013
Málsnúmer 1302127Vakta málsnúmer
Lögð fram fjáhagsáætlun fyrir fjallskiladeildir fyrir árið 2013. Framlögð fjárhagsáætlun samþykkt. Landbúnaðarnefnd áréttar að framlag sveitarfélags er ekki greitt nema ársreikningum fjallskiladeilda sé skilað inn til sveitarfélagsins.
3.Fjallskilanefnd Staðarhrepps - kosning eins fulltrúa 2013
Málsnúmer 1303089Vakta málsnúmer
Jón Eyjólfur Jónsson óskaði eftir lausn frá störfum úr fjallskilanefnd Staðarhrepps. Linda Jónsdóttir, Árgerði, kjörin í fjallskilanefnd í hans stað.
Fundi slitið - kl. 11:20.