Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

145. fundur 09. október 2009 kl. 11:00 - 11:00 í húsi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar, Skr.
Fundargerð ritaði: Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Dagskrá

1.Fjallskil og dýrahald

Málsnúmer 0910047Vakta málsnúmer

Ólafur fór yfir þær reglur sem í gildi eru um fjallskilamál og dýrahald og óskaði eftir að fundarmenn gerður grein fyrir aðstæðum er varðaði smölun í haust.

Fundarmenn töldu ekkert óeðlilegt við smölun og ekki hægt að rekja dauða lambanna til smölunarfyrirkomulags, veður var mjög gott smölunardag og mjög heitt, vagnar eru notaðir fyrir uppgefið fé, gamalær og fl.

Umrædd lömb drápust mjög skyndilega, líklegt er talið að bráðapest hafi verið orsök, líka nefndur selenskortur, um væn lömb var að ræða.

Fundarmenn sammála um að eðlilega hafi verið staðið að smölun og réttarstörfum í haust. Nokkur umræða varð um að dýrbitið fé hafi komið til rétta í haust.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 0910064Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

3.Smölun í Fellum - fyrirkomulag

Málsnúmer 0910048Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirkomulag smölunar í Fellum, talin nauðsyn að endurskoða þau mál, í samráði við Húnvetninga.

Fundi slitið - kl. 11:00.