Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

205. fundur 19. ágúst 2019 kl. 10:00 - 17:05 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá

1.Sveitarfélagið Skagafjörður - skilaréttir

Málsnúmer 1908042Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd hittist í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki til að fara í vettvangsskoðun um sveitarfélagið og kanna ástand skilarétta. Lagt af stað kl. 10:00 og var fyrrverandi formaður landbúnaðarnefndar Haraldur Þór Jóhannsson bílstjóri ferðarinnar.
Eftirtaldar réttir voru skoðaðar: Rósarétt, Deildardalsrétt, Árhólarétt, Skálárrétt, Flókadalsrétt, Holtsrétt, Laufskálarétt, Sauðárkróksrétt, Selnesrétt og Skarðarétt.
Jón Sigurjónsson þurfti að víkja af fundinum áður en Selnesrétt og Skarðarétt voru skoðaðar.
Þar sem ekki náðist að skoða allar réttir í dag, samþykkir landbúnaðarnefnd að klára yfirferðina á næsta fundi, sem ákveðið var að yrði haldinn mánudaginn 26. ágúst 2019.

Fundi slitið - kl. 17:05.