Fara í efni

Sveitarfélagið Skagafjörður - skilaréttir

Málsnúmer 1908042

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 205. fundur - 19.08.2019

Landbúnaðarnefnd hittist í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki til að fara í vettvangsskoðun um sveitarfélagið og kanna ástand skilarétta. Lagt af stað kl. 10:00 og var fyrrverandi formaður landbúnaðarnefndar Haraldur Þór Jóhannsson bílstjóri ferðarinnar.
Eftirtaldar réttir voru skoðaðar: Rósarétt, Deildardalsrétt, Árhólarétt, Skálárrétt, Flókadalsrétt, Holtsrétt, Laufskálarétt, Sauðárkróksrétt, Selnesrétt og Skarðarétt.
Jón Sigurjónsson þurfti að víkja af fundinum áður en Selnesrétt og Skarðarétt voru skoðaðar.
Þar sem ekki náðist að skoða allar réttir í dag, samþykkir landbúnaðarnefnd að klára yfirferðina á næsta fundi, sem ákveðið var að yrði haldinn mánudaginn 26. ágúst 2019.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 206. fundur - 26.08.2019

Landbúnaðarnefnd hittist í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki til að halda áfram vettvangsskoðun um sveitarfélagið, frá því í síðustu viku, til að kanna ástand skilarétta. Lagt af stað kl. 10:00.
Eftirtaldar réttir voru skoðaðar: Staðarrétt, Grófargilsrétt, Mælifellsrétt og Hlíðarrétt. Einnig var litið við í Breiðagerðisrétt.
Jón Sigurjónsson þurfti að víkja af fundinum kl. 13:30 áður en kom að afgreiðslu mála á dagskrá fundarins.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fyrir næsta fund verði lögð fram samantekt um ástand réttanna.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 207. fundur - 01.11.2019

Farið yfir ástand skilarétta í Sveitarfélaginu Skagafirði. Lagt er til að skoðuð verði framtíð Grófagilsréttar sem skilarétt. Starfsmanni nefndarinnar falið að kanna hvort opinber styrkur fáist til viðhalds Hlíðarréttar vegna sérstöðu hennar og aldurs.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að sett verði gjaldskrá yfir starfsemi í skilaréttum sem fellur ekki undir lögbundin fjallskil.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 210. fundur - 29.05.2020

Viðhald skilarétta rætt og samþykkt að forgangsraða uppbyggingu og viðhaldi skilarétta í Skagafirði.