Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

206. fundur 26. ágúst 2019 kl. 10:00 - 14:40 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Regína Valdimarsdóttir
  • Álfhildur Leifsdóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka mál 1908109 Ársreikningur 2018 Fjallsk.sjóður Hóla- og Viðvíkursveitar, á dagskrá með afbrigðum.

1.Sveitarfélagið Skagafjörður - skilaréttir

Málsnúmer 1908042Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd hittist í Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki til að halda áfram vettvangsskoðun um sveitarfélagið, frá því í síðustu viku, til að kanna ástand skilarétta. Lagt af stað kl. 10:00.
Eftirtaldar réttir voru skoðaðar: Staðarrétt, Grófargilsrétt, Mælifellsrétt og Hlíðarrétt. Einnig var litið við í Breiðagerðisrétt.
Jón Sigurjónsson þurfti að víkja af fundinum kl. 13:30 áður en kom að afgreiðslu mála á dagskrá fundarins.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fyrir næsta fund verði lögð fram samantekt um ástand réttanna.

2.Sauðfé í landi Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1907011Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. júní 2019 frá Jóni Kolbeini Jónssyni, héraðsdýralækni Norðurlands vestra, varðandi lausagöngu sauðfjár í landi sveitarfélagsins við Sauðárkrók.
Upplýst er á fundinum að brugðist hafi verið við ábendingum og lausnir til að lágmarka ágang búfénaðar í bæjarland Sauðárkróks ræddar.
Landbúnaðarnefnd áréttar skyldur búfjáreigenda innan þéttbýlis að halda búpeningi sínum innan girðingar.

3.Ársreikningur 2018 Fjallsk.sjóður Staðarhrepps

Málsnúmer 1905161Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarhrepps fyrir árið 2018.

4.Ársreikningur 2018 Fjallsk.sjóður Staðarafréttar

Málsnúmer 1905162Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarafréttar fyrir árið 2018.

5.Ársreikningur 2018 Fjallsk.sjóður Hofsóss og Unadals

Málsnúmer 1906024Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsóss og Unadals fyrir árið 2018.

6.Ársreikningur 2018 Fjallsk.sjóður Deildardals

Málsnúmer 1906026Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2018.

7.Ársreikningur 2018 Fjallsk.sjóður Hegraness

Málsnúmer 1906028Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hegraness fyrir árið 2018.

8.Ársreikningur 2018 Fjallsk.sjóður Hóla- og Viðvíkurdeilda

Málsnúmer 1908109Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hóla- og Viðvíkurdeilda fyrir árið 2018.

Fundi slitið - kl. 14:40.