Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Tilkynning um riðutilfelli
Málsnúmer 2010135Vakta málsnúmer
Sameiginlegur fundur landbúnaðarnefndar með riðunefnd Akrahrepps, sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar, oddvita Akrahrepps og héraðsdýralækni.
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnað. Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir sagði frá nýlegu riðusmiti sem fannst á bænum Stóru-Ökrum 1 (Brekkukoti) í Akrahreppi sem tilheyrir svokölluðu Tröllaskagahólfi sauðfjárvarna. Nokkrar umræður sköpuðust og svaraði Jón Kolbeinn fyrirspurnum fundarmanna. Fundarmenn brýna sauðfjárbændur til að halda vöku sinni í baráttunni við riðu og aðra smitsjúkdóma er á sauðfé herja.
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnað. Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir sagði frá nýlegu riðusmiti sem fannst á bænum Stóru-Ökrum 1 (Brekkukoti) í Akrahreppi sem tilheyrir svokölluðu Tröllaskagahólfi sauðfjárvarna. Nokkrar umræður sköpuðust og svaraði Jón Kolbeinn fyrirspurnum fundarmanna. Fundarmenn brýna sauðfjárbændur til að halda vöku sinni í baráttunni við riðu og aðra smitsjúkdóma er á sauðfé herja.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Fundarmenn og gestir:
Stefán Magnússon, Gunnar Sigurðsson, Eyþór Einarsson, Einar Gunnarsson, Drífa Árnadóttir, Hrefna Jóhannesdóttir og Jón Kolbeinn Jónsson.