Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sameining fjallskiladeilda - Framhluti Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps
Málsnúmer 0806035Vakta málsnúmer
Boðið var upp á súpu í byrjun fundar.
Tilefni fundarins var að undirbúa og ræða um sameiningu fjallskiladeildanna, þ.e.a.s. framhluta Seyluhrepps og Lýtingsstaðahrepps. Fyrir liggur ósk um sameiningu frá forráðamönnum deildanna.
Til fundar voru mættir Einar E. Einarsson form. Landbúnaðarnefndar, Sigurður Haraldsson starfsmaður, Björn Friðriksson fjallskilastj. framhluta Seyluhrepps, Björn Ófeigsson fjallskilastj. Lýtingsstaðahr., Smári Borgarsson varafjallskilastj. Þá voru og mættir Hlífar Hjaltason og Sindri Sigfússon.
Einar setti fund og bauð fundarmenn velkomna, hann fór yfir aðdraganda þessa fundar en búið er að koma saman og ræða fjallskilamálin á tveim vinnufundum.
Fyrsta skref er að sameina formlega báðar deildirnar þannig að ein deild verði sem haldi bæði utan um afréttarmál á heiðum og í heimalöndum. Með sameiningu á að fjölga í fjallskilanefnd um tvo.
Ýmis atriði voru rædd m.a. innheimta fjallskilagjalda, landverð o.fl.
Málin voru rædd frá ýmsum hliðum, um framkvæmd fjallskilamála.
Búið er að boða til fundar í Árgarði kl. 20,00 í kvöld með bændum á umræddum svæðum, þar verða fjallskilamálin rædd og fyrirhuguð breyting og sameining deildanna.
Fundi slitið.