Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fjallskilamál
Málsnúmer 0804098Vakta málsnúmer
Ingibjörg Hafstað boðaði forföll.
Til fundarins voru boðaðir: Björn Friðriksson fjallskilastjóri framhl. Seyluhrepps, Björn Ófeigsson og Smári Borgarsson fjallskilastjóri Lýtingsstaðahrepps. (Smári varamaður).
EFTIRFARANDI GERÐIST:
Einar setti fund og bauð fundarfólk velkomið.
Einar skýrði frá tilefni fundarins, sem var að ræða um fjallskilamál, hann rifjaði upp umræður er fóru fram fyrir um einu ári, um að sameina fjallskiladeildir framhl. Seyluhrepps og fjallskiladeild Lýtingsstaðahrepps, sett voru þá fram drög að tilhögun, þær tillögur voru nú til umræðu á þessum fundi.
Miklar umræður fóru fram og málin rædd frá ýmsum hliðum um tilhögun. Vilji virtist vera til að sameina deildirnar.
Þá var allnokkur umræða um rekstur skálanna.
Samþykkt var að halda fund um þær hugmyndir, sem ræddar voru, í næstu viku. Þá þarf að funda með Bólhlíðingum.
Fundi slitið.