Fjallskilasjóður Deildardals - Tjón vegna vatnavaxta 2022
Málsnúmer 2207104
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd - 2. fundur - 18.07.2022
Jón Sigurjónsson kom á fundinn kl. 11:40.
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. júlí 2022 frá Jóni Kjartanssyni fyrir hönd Fjallskilasjóðs Deildardals. Varðar erindið ósk um fjármagn til lagfæringu á vöðum og varnargörðum sem hafa farið illa í vatnavöxtum undanfarinna vikna.
Landbúnaðarnefnd vísar í fjárhagsáætlun sjóðsins fyrir árið 2022 þar sem áætlað er fyrir m.a. viðhaldi vega. Framlag til sjóðsins, 1.439.000 kr. verður greitt þegar ársreikningur fyrir árið 2021 hefur borist. Landbúnaðarnefnd óskar eftir að fulltrúar fjallskilasjóðsins komi á næsta fund landbúnaðarnefndar til viðræðu um varanlega lausn á vandanum.
Landbúnaðarnefnd vísar í fjárhagsáætlun sjóðsins fyrir árið 2022 þar sem áætlað er fyrir m.a. viðhaldi vega. Framlag til sjóðsins, 1.439.000 kr. verður greitt þegar ársreikningur fyrir árið 2021 hefur borist. Landbúnaðarnefnd óskar eftir að fulltrúar fjallskilasjóðsins komi á næsta fund landbúnaðarnefndar til viðræðu um varanlega lausn á vandanum.
Landbúnaðarnefnd - 3. fundur - 15.08.2022
Málið áður á dagskrá 2. fundar landbúnaðarnefndar þann 18. júlí 2022. Fjallskilasjóður Deildardals hefur óskað eftir fjármagni til lagfæringar á vöðum og varnargörðum sem hafa farið illa í vatnavöxtum undanfarinna vikna og einnig í fyrra. Fulltrúar fjallskilasjóðsins Rúnar Páll D. Hreinsson og Sigmundur Jóhannesson komu á fund nefndarinnar undir þessum dagskrárlið til viðræðu.
Landbúnaðarnefnd telur að framlag ársins 2022 til fjallskilasjóðsins dugi fyrir þeim aðgerðum sem þörf er á til að laga vöð og varnargarða. Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ræða við minjavörð Norðurlands vestra um þrjár gamlar hlaðnar réttir á svæðinu og vörslu þeirra.
Landbúnaðarnefnd telur að framlag ársins 2022 til fjallskilasjóðsins dugi fyrir þeim aðgerðum sem þörf er á til að laga vöð og varnargarða. Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ræða við minjavörð Norðurlands vestra um þrjár gamlar hlaðnar réttir á svæðinu og vörslu þeirra.