Fara í efni

Aðgengismál

Málsnúmer 0801032

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 117. fundur - 15.01.2008

Lögð fram lokaskýrsla Kristjáns Kristjánssonar um aðgengismál hjá stofnunum sveitarfélagsins. Félags- og tómstundanefnd þakkar skýrsluna. Nefndin óskar eftir að mæta á fund skipulags- og bygginganefndar um málið. Stefnt er að þeim fundi 6. febrúar n.k.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 119. fundur - 05.02.2008

Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri, kynnir skýrslu, samantekt um aðgengi fatlaðra að stofnunum Sveitarfélagsins eins og þau voru í árslok 2006. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að setja í gang vinnu við að forgangsraða verkefnum sem snúa að nefndinni. Þá ítrekar nefndin fyrri ósk um fund með Skipulags- og bygginganefnd um þetta mál. Ákveðið að senda öllum sveitarstjórnarfulltrúum samantekt á skýrslunni.