Beiðni um að fá Sólgarðaskóla leigðan
Málsnúmer 0802062
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 423. fundur - 21.02.2008
Erindi frá Erni Þórarinssyni og Maríu G. Guðfinnsdóttur um að fá Sólgarðaskóla til leigu vegna reksturs ferðaþjónustu á komandi sumri. Einnig inna þau eftir hvort skólastjórabústaðurinn sé einnig falur til leigu.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 222. fundur - 26.02.2008
Afgreiðslu þessa liðar var frestað á 423. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 426. fundur - 13.03.2008
Erindi frá Erni Þórarinssyni og Maríu G. Guðfinnsdóttur um að fá Sólgarðaskóla til leigu vegna reksturs ferðaþjónustu á komandi sumri. Einnig inna þau eftir hvort skólastjórabústaðurinn sé einnig falur til leigu.
Málið var tekið fyrir á fundi Byggðarráðs þann 21. febrúar og var þá frestað. Að höfðu samráði við fræðslustjóra og skólastjóra Grunnskólans austan Vatna er samþykkt að leigja Erni og Maríu fasteignirnar. Byggðarráð felur skólastjóra Grunnskólans austan Vatna og fræðslustjóra umsýslu málsins í samvinnu við stjórnsýslu- og fjármálasvið.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 225. fundur - 01.04.2008
Afgreiðsla 426. fundar byggðarráðs staðfest á 225. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.