Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Sáttmáli til sóknar í skólamálum í Skagafirði
Málsnúmer 0802076Vakta málsnúmer
Ólafur Sigmarsson og Herdís Sæmundardóttir komu á fundinn og kynntu skýrslu sem unnin var af Herdísi fyrir verkefnisstjórn Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði um framhalds- og háskólanám í Skagafirði, tillögur og niðurstöður. Einnig sat fundinn undir þessum lið Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs. Ólafur og Herdís yfirgáfu fundinn.
2.Þjóðskjalasafn - Skráningarverkefni á Sauðárkróki
Málsnúmer 0801050Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að verksamningi á milli Þjóðskjalasafns Íslands og sveitarfélagins um vinnu við rafræna skráningu manntala í manntalsgagnagrunn þess. Samningur þessi er gerður í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um sértækar aðgerðir í atvinnumálum vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Á fundinn kom Unnar Ingvarsson forstöðumaður Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og kynnti málið.
Byggðarráð samþykkir fela Unnari að vinna áfram að samningsgerðinni og felur honum að auglýsa eftir starfsfólki til að sinna verkefninu og vísar samningum til umsagnar menningar- og kynningarnefndar. Byggðarráð vill vekja athygli á að samkvæmt framlögðum samningsdrögum fellur umtalsverður kostnaður á sveitarfélagið og það þá orðið beinn fjárhagslegur þátttakandi í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Áskell Heiðar og Unnar viku síðan af fundi.
3.Framtíðarskipan SSNV
Málsnúmer 0801098Vakta málsnúmer
Endurskoðun og tillögur nefndar á vegum SSNV um framtíðarskipan samstarfs sveitarfélaga á Norðurlandi vestra lagðar fram.
Byggðarráð samþykkir að halda kynningarfund fyrir sveitarstjórnarfulltrúa fimmtudaginn 28. febrúar nk.
4.Beiðni um að fá Sólgarðaskóla leigðan
Málsnúmer 0802062Vakta málsnúmer
Erindi frá Erni Þórarinssyni og Maríu G. Guðfinnsdóttur um að fá Sólgarðaskóla til leigu vegna reksturs ferðaþjónustu á komandi sumri. Einnig inna þau eftir hvort skólastjórabústaðurinn sé einnig falur til leigu.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls.
5.Fasteignagjöld Flugu hf 2008
Málsnúmer 0802052Vakta málsnúmer
Erindi frá Flugu hf. þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk til greiðslu álagðs fasteignaskatts árins 2008.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þessa máls.
6.Varðandi leyfi fyrir Íslandsmeistaramót í MX og Enduro 2008
Málsnúmer 0802051Vakta málsnúmer
Erindi frá Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar varðandi leyfi fyrir Íslandsmeistaramót í MX og Enduro 2008 í samræmi við 3.mgr. 3.gr. reglugerðar nr. 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppni utan vega.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að keppnirnar verði haldnar en áréttar að gengið verði eins vel um landið og unnt er og mótshaldarar lagi öll umhverfisspjöll sem kunna að verða af keppninni.
7.Norðvesturnefnd forsætisráðherra
Málsnúmer 0801101Vakta málsnúmer
Afgreiðslu frestað.
8.Félagslegar íbúðir - Sölu- og rekstrarframlög
Málsnúmer 0802065Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Varasjóði húsnæðismála varðandi sölu- og rekstrarframlög sjóðsins.
9.Félagsmiðstöð fyrir aldraða
Málsnúmer 0802070Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar undirskriftarlisti 206 íbúa sveitarfélagsins, fimmtíu ára og eldri, þar sem farið er í fullri vinsemd fram á það að bygging félagsmiðstöðvar fyrir aldraða verði hafin svo fljótt sem verða má sunnan við Heilsugæslu Skagafjarðar.
10.Samningur um akstur heimsending matar
Málsnúmer 0802035Vakta málsnúmer
Vísað frá félags- og tómstundanefnd.
Afgreiðslu frestað.
11.Samningur um akstur Dagvist aldraðra
Málsnúmer 0802034Vakta málsnúmer
Vísað frá félags- og tómstundanefnd.
Afgreiðslu frestað.
12.Niðurgreiðsla dagvistar barna á einkaheimilum
Málsnúmer 0801062Vakta málsnúmer
Vísað frá félags- og tómstundanefnd.
Afgreiðslu frestað.
Fundi slitið - kl. 13:40.